Ítalska söngvabókin
24 sönglög eftir Þorvald Gylfason við ljóð eftir Kristján Hreinsson í ítalskri þýðingu Olgu Clausen
Ítalska söngvabókin (Il canzoniere italiano) er safn 24ra sönglaga eftir Þorvald Gylfason prófessor við ljóð eftir Kristján Hreinsson skáld og heimspeking í ítalskri þýðingu Olgu Clausen, aðalræðismanns Íslands í Mílanó. Lögin eru flest sótt í fyrri flokka þeirra Þorvalds og Kristjáns – Heimspeki hjartans, Svífandi fuglar og Sextán söngvar fyrir sópran og tenór – og heyrast nú flutt á ítölsku í fyrsta sinn. Þórir Baldursson tónskáld hefur útsett átta laganna.
Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Sigurður Helgi Oddsson píanó frumfluttu ljóðaflokkinn í Hannesarholti 14. og 15. maí 2022 og fluttu hann síðan aftur á þrem stöðum við Gardavatn á Norður-Ítalíu: Bardolino 25. maí, Desenzano 27. maí og Riva del Garda 28. maí. Skáldið flutti stuttar skýringar á undan hverju lagi og ljóði. Nótnabók með lögunum og ljóðunum lá fyrir til sýnis og sölu á tónleikunum.
EFNISSKRÁ
Un capitolo (Einn kafli)*
(Sibelius)
Stai con me (Vertu hjá mér)**
(Sibelius)
Il mio passerotto canta (Sólskríkjan mín syngur)*
(Sibelius)
La musica del cuore (Tónlist hjartans)**
(Sibelius)
Un angelo ti proteggerà (Fagur engill fylgir þér)**
(Sibelius)
La volontà del vento (Vilji vindsins)**
(Sibelius)
Sorriso (Bros)**
(Sibelius)
Il sonetto dell‘amore (Unaðsreitasonnettan)***
(Sibelius)
L‘umiltà (Lágstemmdar línur)**
(Sibelius)
La ricompensa della vita (Laun lífsins)****
(Sibelius)
Barlume di speranza (Vonarglæta)**
(Sibelius)
Alla finestra di notte (Við glugga um nótt)**
(Sibelius)
Preghiere silenziose (Hljóðar bænir)****
(Sibelius)
La tua nuova immagine (Ný mynd af þér)*****
(Sibelius)
Finche’ viva la poesia (Þegar ljóðið lifir)**
(Sibelius)
L’arpa del cuore (Harpa hjartans)
(Sibelius)
Il fiore della vita (Lífsblóm)**
(Sibelius)
Il sonetto di Sören Kierkegaard (Kirkjugarðssonnettan)
(Sibelius)
Il sonetto di Leibniz (Leibnizsonnettan)
(Sibelius)
Il ricordo degli uccelli (Fuglar minninga)
(Sibelius)
La canzone del cuore (Hjartalag)
(Sibelius)
La danza delle farfalle (Dans fiðrildanna)
(Sibelius)
Canto per te (Ég syng fyrir þig)*
(Sibelius)
La colomba della pace (Friðardúfan)***
(Sibelius)
___________
* Úr Söngvar um svífandi fugla.
** Úr Sextán söngvar fyrir sópran og tenór.
*** Úr Sautján sonnettur um heimspeki hjartans.
**** Úr Fótspor á farvegi tímans.
***** Úr Sautján söngvar fyrir sópranrödd
VERTU HJÁ MÉR
Vertu hjá mér vinur
því vært nú sofa fjöllin
á meðan stormur stynur
og stækkar vetrarhöllin.
Við skynjum kaldan klaka
og kyrrð er vötnin frjósa,
um stund við viljum vaka
í veröld norðurljósa.
Við eigum ósk sem hylur
ísköld klakabrynja
þegar þungur bylur
þarf sinn harm að skynja.
Er vetrarhöllin hrynur
þá hlýnar okkur báðum,
já, vertu hjá mér vinur
því vorið kemur bráðum.
STAI CON ME
Stai con me amico
che dorme la montagna
la bufera si scatena
l‘inverno c‘accompanga.
Gelido è il ghiaccio
le acque in malora
vorrei un tuo abbraccio
e guardare la aurora.
Abbiam‘ un desiderio
che copre l‘armatura
il vento refrigerio
dentro queste mura.
Quando il ghiaccio crolla
l‘aria si fa estiva
si, stai con me amico
la primaver’arriva.