• Sönglög

1. jan, 2012

Heimspeki hjartans

Lagabálkur eftir Þorvald Gylfason við ljóð eftir Kristján Hreinsson


Sautján sonnettur um heimspeki hjartans nefnast sönglög eftir Þorvald Gylfason prófessor við ljóð eftir Kristján Hreinsson skáld og heimspeking. Lögin eru samin fyrir tenór, barítón, píanó, selló, saxófón, slagverk og strengi og hefur Þórir Baldursson tónskáld útsett þau. Ljóðin og lögin eru óður til heimspekinnar og bera staðarlit af slóðum heimspekinganna sem þau fjalla um. Bergþór Pálsson baritón, Garðar Cortes tenór, Selma Guðmundsdóttir píanó, Júlía Mogensen selló, Jón Elvar Hafsteinsson gítar, Pétur Grétarsson slagverk og Sigurður Flosason saxófónn fluttu allar sonnetturnar sautján í Hörpu á Menningarnótt 24. ágúst 2013. Skáldið flutti stuttar skýringar á undan hverju lagi og ljóði sem var varpað á vegg á bak við sviðið. Kvikmyndafélagið Í einni sæng tók konsertinn upp fyrir sjónvarp. Myndin bíður sýningar. Sjá kvæðin hér.

Leibnizsonnettan var síðasta lag fyrir fréttir í RÚV 6. desember 2014.

EFNISSKRÁ

1. Leibnizsonnettan
Einsöngur og píanó: PDF, Sibelius
Garðar, Selma. Síðasta lag fyrir fréttir ríkisútvarpsins 6. desember 2014.

2. Schopenhauersonnettan
Einsöngur, píanó og selló: PDF, Sibelius, Söngur og píanó
Bergþór, Júlía, Selma.

3. Gandísonnettan
Tvísöngur, píanó, selló, sítar, saxófónn og sneriltromma: PDF, Sibelius, Söngur og píanó
Bergþór, Garðar, Jón Elvar, Júlía, Pétur, Selma, Sigurður.

4. Ástardraumasonnettan
Tvísöngur og píanó: PDF, Sibelius

Bergþór, Garðar, Selma.

5. Lao-Tsesonnettan
Tvísöngur, píanó, selló, harpa og saxófónn: PDF, Sibelius, Söngur og píanó
Bergþór, Garðar, Jón Elvar, Júlía, Selma, Sigurður.

6. Sálargróskusonnettan
Einsöngur og píanó: PDF, Sibelius
Garðar, Selma.

7. Cartesíusarsonnettan
Einsöngur og píanó: PDF, Sibelius
Sonnettan flutt á flautu og píanó:

Bergþór, Selma.

8. Unaðsreitasonnettan
Einsöngur og píanó: PDF, Sibelius
Sonnettan flutt á flautu og píanó:

Garðar, Selma.

9. Stjórnarskrársonnettan
Tvísöngur og píanó: PDF, Sibelius
Bergþór, Garðar, Selma.

10. Lótusblómasonnettan
Einsöngur og píanó: PDF, Sibelius
Bergþór, Selma. Birtist í Íslensk einsöngslög 4, Ísalög, Reykjavík, 2018.

11. Marxsonnettan
Einsöngur, píanó og selló: PDF, Sibelius
Sonnettan flutt á lágfiðlu, píanó og selló:

Garðar, Júlía, Selma.

12. Lífsbókarsonnettan
Tvísöngur og píanó: PDF, Sibelius
Sonnettan flutt á lágfiðlu, píanó og selló:

Bergþór, Garðar, Selma.

13. Sókratesarsonnettan
Tvísöngur, píanó, selló, grísk lúta, bjöllutromma, bassatromma: PDF, Sibelius, Söngur og píanó
Bergþór, Garðar, Jón Elvar, Júlía, Pétur, Selma.

14. Mandelasonnettan
Einsöngur, píanó og selló: PDF, Sibelius, Söngur og píanó
Bergþór, Júlía, Selma.

15. Kirkjugarðssonnettan
Tvísöngur, píanó og selló: PDF, Sibelius, Söngur og píanó
Sonnettan flutt á tvö horn, píanó og selló:

Bergþór, Garðar, Júlía, Selma.

16. Kastrósonnettan
Tvísöngur, píanó, selló, saxófónn, kontrabassi og kongatromma: PDF, Sibelius
Sonnettan flutt sem suðræn sveifla:

Bergþór, Garðar, Jón Elvar, Júlía, Pétur, Selma, Sigurður.

17. Nietzschesonnettan
Tvísöngur, píanó, selló, kirkjuklukkur og saxófónn: PDF, Sibelius, Söngur og píanó
Bergþór, Garðar, Júlía, Pétur, Selma, Sigurður.

 

KIRKJUGARÐSSONNETTAN

Hann Sören Kierkegaard var maður merkur
og mögnuð sál í amstri sérhvers dags
– í heimspekinni trúin var til taks –
og töframáttur skáldskaparins sterkur.

Hann stundaði þann takt í áratugi
að tefja vel við sína miklu list,
hann tilbað Guð og átti orð við Krist
og allt var gert með miklu hugarflugi.

Þá skrifaði hann rit um Ugg og ótta,
við Endurtekningu hann fékk að kjást
hann þráði von og heimsins heitu ást
með hugsun sinni var hann þó á flótta.

Hann sá með eymd í harmi hefðar sinnar
hvert hjónaband sem grafreit ástarinnar.

 

Samstarfsaðilar

Þorvaldur Gylfason

Höfundur

Þorvaldur Gylfason hefur samið um 100 sönglög, m.a. Söngva um svífandi fugla og Sjö sálma við kvæði Kristjáns Hreinssonar og Fimm árstíðir við kvæði Snorra Hjartarsonar. Sonnettur þeirra félaga voru fluttar í Hörpu 2012 og 2013.

Kristján Hreinsson

Höfundur

Kristján Hreinsson er skáld, tónskáld, söngvari og heimspekingur. Eftir hann liggja bráðum 40 bækur auk fjölda hljómdiska.

Garðar Cortes

Söngvari

Garðar Cortes hefur sungið mörg helztu tenórhlutverk óperubókmenntanna heima og erlendis. Hann stofnaði Íslensku óperuna og stýrði henni um árabil. Hann stofnaði einnig Söngskólann í Reykjavík og hefur stjórnað honum frá upphafi. Hann hefur sungið inn á marga hljómdiska, einnig dægurlög.

Bergþór Pálsson

Söngvari

Bergþór Pálsson hefur sungið ýmist óperuhlutverk eða ljóð. Hann söng titilhlutverkin í Evgení Ónegin eftir Tsjækovskí og í Don Giovanni eftir Mozart í Íslensku óperunni auk fjölda annarra hlutverka og hljóðritana.

Selma Guðmundssdóttir

Píanóleikari

Selma Guðmundsdóttir píanóleikari hefur leikið inn á marga hljómdiska ein og með öðrum, þar á meðal Ljúflingslög ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara.

Júlía Mogensen

Sellóleikari

Júlía Mogensen er sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Þórir Baldursson

Tónskáld

Þórir Baldursson tónskáld hefur verið í hópi ástsælustu músíkanta landsins í meira en hálfa öld. Hann hefur m.a. útsett tónlist fyrir Elton John.

Vignir Jóhannsson

Myndlistarmaður

Vignir Jóhannsson myndlistarmaður gerði bakgrunna glærusýningarinnar sem fylgir söngnum og hljóðfæraleiknum á tónleikunum.