• Sönglög

24. nóv, 2020

Fótspor á farvegi tímans

Tuttugu söngvar fyrir tenór – lagaflokkur við kvæði eftir Kristján Hreinsson


EFNISSKRÁ

Lögin merkt stjörnu frumfluttu þeir Elmar Gilbertsson tenór og Snorri Sigfús Birgisson píanó í Hannesarholti 25. nóvember 2017. Hin frumfluttu þeir í Hörpu 27. nóvember 2022. Tvær stjörnur merkja að Hallveig Rúnarsdóttir sópran söng með.

Dans fiðrildanna

Fótspor á farvegi tímans

Fögur mynd *

Garður gæskunnar

Harpa hjartans

Hljóðar bænir

Jökullinn

Laun lífsins

Leiðin liggur heim *

Ljúfur leikur **

Minn eilífi draumur *

Orðspor

Ritstjóri ljóðviljans

Við glugga um nótt *

Vilji vindsins *

Vonarglæta **

Þá veistu það

Þegar ljóðið lifir *

Þrá 

Þrjár spurningar

Samstarfsaðilar

Elmar Gilbertsson

tenór

Elmar Gilbertsson hefur sungið mörg óperuhlutverk á sviði innan lands og utan, einkum í Hollandi og Belgíu og einnig í Frakklandi, Þýzkalandi og víðar. Hann hlaut Grímuverðlaunin 2014 sem söngvari ársins fyrir hlutverk Daða Halldórssonar í óperunni Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson í Íslensku óperunni og aftur 2016 fyrir hlutverk Don Ottavio í Don Giovanni eftir Mozart. Elmar hlaut einnig Íslensku tónlistarverðlaunin 2014 sem söngvari ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistarog samtímatónlistar og aftur 2017 fyrir hlutverk Lenskís í Évgení Ónegin eftir Tsjækovskí í Íslensku óperunni.

Snorri Sigfús Birgisson

píanó

Snorri Sigfús Birgisson stendur í fremstu röð íslenzkra píanóleikara og er jafnframt mikilvirkt tónskáld. Eftir hann liggur fjöldi tónverka: einleiksverk, kammertónlist, raftónlist, kórtónlist, sinfónísk verk og sönglög. Tónlist hans er að finna á fjölmörgum geisladiskum og hljómplötum. Hann gekk frá lagaflokkinum í hendur söngvaranna tveggja.