Ítalska söngvabókin
Tónleikar í Hannesarholti
Ítalska söngvabókin (Il canzoniere italiano) er safn 24ra sönglaga eftir Þorvald Gylfason prófessor við ljóð eftir Kristján Hreinsson skáld og heimspeking í ítalskri þýðingu Olgu Clausen, aðalræðismanns Íslands í Mílanó. Lögin eru sótt í fyrri flokka þeirra Þorvalds og Kristjáns – Heimspeki hjartans, Svífandi fuglar, Sextán söngvar fyrir sópran og tenór og Sumarferðin – og heyrast nú flutt á ítölsku í fyrsta sinn. Þórir Baldursson tónskáld hefur útsett átta laganna.
Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Sigurður Helgi Oddsson píanó frumfluttu flokkinn í Hannesarholti í tvennu lagi laugardaginn 14. maí 2022 kl. 14-15 og sunnudaginn 15. maí og fluttu hann síðan aftur á þrem stöðum við Gardavatn á Norður-Ítalíu: Bardolino 25. maí, Desenzano 27. maí og Riva del Garda 28. maí. Skáldið og þýðandinn fluttu stuttar skýringar á undan hverju lagi og ljóði. Nótnabókin með kvæðunum og ítölskum þýðingum þeirra fæst hér. Kvikmynd um tónleikaferðina kringum Gardavatn var frumsýnd á sænsku menningarsjónvarpsstöðinni Axess TV 5. nóvember 2024 og síðan sýnd á kvikmyndahátíðinni Premio Felix 2024 7˚ edizione 27.-29. nóvember 2024.
EFNISSKRÁ
- Un capitolo (Einn kafli)*
(Sibelius) - Stai con me (Vertu hjá mér)**
(Sibelius) - Il mio passerotto canta (Sólskríkjan mín syngur)*
(Sibelius) - La musica del cuore (Tónlist hjartans)**
(Sibelius) - Un angelo ti proteggerà (Fagur engill fylgir þér)**
(Sibelius) - La volontà del vento (Vilji vindsins)**
(Sibelius) - Sorriso (Bros)**
(Sibelius)
- Il sonetto dell‘amore (Unaðsreitasonnettan)***
(Sibelius) - L‘umiltà (Lágstemmdar línur)**
(Sibelius) - La ricompensa della vita (Laun lífsins)****
(Sibelius) - Barlume di speranza (Vonarglæta)**
(Sibelius) - Alla finestra di notte (Við glugga um nótt)**
(Sibelius) - Preghiere silenziose (Hljóðar bænir)****
(Sibelius) - La tua nuova immagine (Ný mynd af þér)****
(Sibelius) - Finche’ viva la poesia (Þegar ljóðið lifir)**
(Sibelius) - L’arpa del cuore (Harpa hjartans)****
(Sibelius) - Il fiore della vita (Lífsblóm)**
(Sibelius) - Il sonetto di Sören Kierkegaard (Kirkjugarðssonnettan)***
(Sibelius) - Il sonetto di Leibniz (Leibnizsonnettan)***
(Sibelius) - Il ricordo degli uccelli (Fuglar minninga)*
(Sibelius) - La canzone del cuore (Hjartalag)****
(Sibelius) - La danza delle farfalle (Dans fiðrildanna)****
(Sibelius) - Canto per te (Ég syng fyrir þig)*
(Sibelius) - La colomba della pace (Friðardúfan)***
(Sibelius)
___________
* Úr Söngvar um svífandi fugla.
** Úr Sextán söngvar fyrir sópran og tenór.
*** Úr Sautján sonnettur um heimspeki hjartans.
**** Úr Sumarferðin.
Þorvaldur Gylfason hefur samið yfir 140 sönglög, m.a. Sautján sonnettur um heimspeki hjartans, Söngva um svífandi fugla og Sjö sálma við kvæði Kristjáns Hreinssonar og Fimm árstíðir við kvæði Snorra Hjartarsonar. Sonnetturnar voru frumfluttar í Hörpu 2012 og 2013, fuglasöngvarnir í Salnum í Kópavogi og Bergi á Dalvík 2014 og á RÚV 2020, sálmarnir í Langholtskirkju 2014 og í Guðríðarkirkju 2015 og Fimm árstíðir í Hannesarholti 2017.
Kristján Hreinsson er skáld, tónskáld, söngvari og heimspekingur. Eftir hann liggja rösklega 70 bækur, nú síðast m.a. ljóðabækurnar Verði ljóð (2015), Ég sendi þér engil (2016), Skáld eru skrýtnir fuglar (2016), Koddaljóð (2017), Vinaljóð (2018), Dagatal (2019), Fimmtíu ljóð um fegurð (2019) og Mótmæli (2020) auk skáldsagna og hljómdiska þar sem hann flytur eigin lög og ljóð.
Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran lauk mastersnámi í söng með láði frá Conservatorio Monteverdi í Bolzano á Ítalíu eftir burtfararpróf frá Söngskólanum í Reykjavík. Hún hefur átt litríkan söngferil og komið víða við, svo sem á Gala-tónleikum í Carnegie Hall í New York; í höll í Montepulciano í Toscana-héraðinu á Ítalíu; í kastala í litlu fjallaþorpi við ítölsku Alpana og í óperu-uppsetningum með sinfóníuhljómsveitinni í Bolzano. Hún syngur reglulega á Ítalíu meðfram söng og kórstjórn á Íslandi.
Sigurður Helgi Oddsson lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri vorið 2004 og BM gráðu summa cum laude frá Berklee College of Music í Boston 2011 þar sem hann lagði stund á djasspíanóleik, hljómsveitarstjórn og kvikmyndatónsmíðar. Hann starfar sem píanóleikari og -kennari við Söngskólann í Reykjavík.
Hér má lesa kvæðin: Fyrri konsert, síðari konsert.