Hannesarholt
25. nóv, 2017

Sextán söngvar fyrir sópran og tenór

Sextán söngvar fyrir sópran og tenór eru sönglagaflokkur eftir Þorvald Gylfason prófessor við kvæði eftir Kristján Hreinsson skáld og heimspeking. Ljóðin og lögin fjalla um söknuð, sorg og gleði, viljann og vonina, ástina, lífið og listina.

Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Elmar Gilbertsson tenór og Snorri Sigfús Birgisson píanó frumfluttu ljóðaflokkinn í Hannesarholti í Reykjavík 25. nóvember 2017. Skáldið flutti stuttar skýringar á undan hverju lagi og ljóði sem var varpað á vegg á bak við sviðið. Þau fluttu síðari hluta flokksins, Sumarferðina, í Hörpu 27. nóvember 2022.

EFNISSKRÁ

  1. Lágstemmdar línur
  2. Þegar ljóðið lifir
  3. Móðurminning
  4. Við glugga um nótt
  5. Ekkert að óttast
  6. Minn eilífi draumur
  7. Lífsblóm
  8. Leiðin liggur heim
  9. Fagur engill fylgir þér
  10. Fögur mynd
  11. Tónlist hjartans
  12. Vilji vindsins
  13. Við gröfina þína
  14. Vonarglæta
  15. Sagan
  16. Ljúfur leikur
    Aukalög
  17. Vertu hjá mér
  18. Bros