Harpa
24. ágú, 2013

Heimspeki hjartans

Sautján sonnettur um heimspeki hjartans nefnast sönglög eftir Þorvald Gylfason prófessor við ljóð eftir Kristján Hreinsson skáld og heimspeking. Lögin eru samin fyrir tenór, barítón, píanó, selló, saxófón, slagverk og strengi og hefur Þórir Baldursson tónskáld útsett þau. Ljóðin og lögin eru óður til heimspekinnar og bera staðarlit af slóðum heimspekinganna sem þau fjalla um.

Bergþór Pálsson baritón, Garðar Cortes tenór, Selma Guðmundsdóttir píanó, Júlía Mogensen selló, Jón Elvar Hafsteinsson gítar, Pétur Grétarsson slagverk og Sigurður Flosason saxófónn fluttu allar sonnetturnar sautján í Hörpu á Menningarnótt 24. ágúst 2013. Skáldið flutti stuttar skýringar á undan hverju lagi og ljóði sem var varpað á vegg á bak við sviðið. Kvikmyndafélagið Í einni sæng tók konsertinn upp fyrir sjónvarp.

EFNISSKRÁ

  1. Leibnizsonnettan
  2. Schopenhauersonnettan
  3. Gandísonnettan
  4. Ástardraumasonnettan
  5. Lao-Tsesonnettan
  6. Sálargróskusonnettan
  7. Cartesíusarsonnettan
  8. Unaðsreitasonnettan
  9. Stjórnarskrársonnettan
  10. Lótusblómasonnettan
  11. Marxsonnettan
  12. Lífsbókarsonnettan
  13. Sókratesarsonnettan
  14. Mandelasonnettan
  15. Kirkjugarðssonnettan
  16. Kastrósonnettan
  17. Nietzschesonnettan