• Tónleikar

3. sep, 2023

Hann er eins og vorið

Tónleikar í Hörpu


Hann er eins og vorið er safn tólf sönglaga eftir Þorvald Gylfason við kvæði tólf skálda og þau eru Guðmundur Böðvarsson, Hulda, Hannes Pétursson, Einar Ól. Sveinsson, Bragi Sigurjónsson, Anna Akhmatova, Hannes Hafstein, Valtýr Guðmundsson, Þorsteinn Gíslason, Vilmundur Gylfason, Kristján Karlsson og Hallgrímur Helgason. Átta laganna hafa birzt á prenti, þar af fimm sem kórlög. Sex laganna hafa áður verið flutt opinberlega, en hin munu heyrast hér í fyrsta sinn. Þórir Baldursson tónskáld útsetti tvö laganna.

Lilja Guðmundsdóttir sópran, Bjarni Thor Kristinsson bassi og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó fluttu lögin á tónleikum í Hörpu 3. september 2023. Tónsetjarinn flutti stuttar skýringar milli atriða. Kvikmyndafélagið Lyris Films tók tónleikana upp fyrir sjónvarp.

Hér er hljóðupptaka af tónleikunum. Upptökustjóri: Þórir Baldursson.

Guðmundur Böðvarsson (1904-1974) var bóndi og skáld í Borgarfirði. Fyrsta ljóðabók hans var Kyssti mig sól (1936).

Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind, 1881-1946) er þekktust fyrir þjóðhátíðarljóð sitt Hver á sér fegra föðurland sem vann til verðlauna í ljóðasamkeppni á lýðveldishátíðinni 1944.

Hannes Pétursson stóð á tvítugu þegar hann birti Bláir eru dalir þínir í Tímariti Máls og menningar 1951.

Einar Ól. Sveinsson (1899-1984) birti ljóð í stúdentablöðum í æsku og aftur í ljóðabókinni EÓS. Ljóð (1968).

Bragi Sigurjónsson (1910-1995) alþingismaður og bankastjóri á Akureyri birti margar ljóðabækur, smásögur og fræðirit.

Anna Akhmatova (1889-1966) var eitt merkasta skáld Rússlands um sína daga, fædd í Ódessu í Úkraínu. Þýðandinn, Regína Stefnisdóttir (1935-), er hjúkrunarfræðingur í Reykjavík.

Hannes Hafstein (1861-1922), fyrsti ráðherrann, var meðal höfuðskálda landsins.

Valtýr Guðmundsson (1860-1928), alþingismaður og prófessor í Kaupmannahöfn, birti frumort kvæði í Eimreiðinni sem hann ritstýrði.

Þorsteinn Gíslason (1867-1938) var ritstjóri og skáld. Lykilskáldsaga hans, Tímamót, kom út 2020.

Vilmundur Gylfason (1948-1983) alþingismaður, blaðamaður og menntaskólakennari birti tvær ljóðabækur.

Kristján Karlsson (1922-2014) var bókmenntafræðingur að mennt, skáld og þýðandi og birti margar bækur.

Hallgrímur Helgason (1959-), aldursforseti ungu skáldanna, er heimsþekktur af leiftrandi skáldsögum sínum og er einnig leiftrandi og stórskemmtilegt ljóðskáld.

EFNISSKRÁ

1.   Kyssti mig sól (Guðmundur Böðvarsson) – Lilja
2.   Hestum var áð … (Guðmundur Böðvarsson) – Bjarni
3.   Hver á sér fegra föðurland (Hulda) – Lilja
4.   Bláir eru dalir þínir (Hannes Pétursson) – Bjarni
5.   Er sem allt íslenzkt … (Einar Ólafur Sveinsson) – Lilja
6.   Ævintýri (Bragi Sigurjónsson) – Bjarni
7.   Ekki land mitt (Anna Akhmatova, þýð. Regína Stefnisdóttir) – Bjarni
8.   Blessuð sólin elskar allt/Kveðja (Hannes Hafstein/Valtýr Guðmundsson) – Lilja og Bjarni
9.   Fyrstu vordægur (Þorsteinn Gíslason) – Lilja og Bjarni
10. Hann er eins og vorið (Vilmundur Gylfason) – Lilja og Bjarni
11.  Matthildur húsfreyja í Miðgerði (Kristján Karlsson) – Lilja og Bjarni
12. Egilsstaðir (Hallgrímur Helgason) – Lilja og Bjarni
_______
13.  Blessuð sértu borgin mín (Þorvaldur Gylfason o.fl.) – Lilja og Bjarni

 

Þorvaldur Gylfason hefur samið um 140 sönglög, m.a. Sautján sonnettur um heimspeki hjartans, Söngva um svífandi fugla, Sjö sálma, Sextán söngva fyrir sópran og tenór og Sumarferðina við kvæði Kristjáns Hreinssonar og Fimm árstíðir við kvæði Snorra Hjartarsonar. Sonnetturnar voru frumfluttar í Hörpu 2012 og 2013, fuglasöngvarnir í Salnum í Kópavogi og Bergi á Dalvík 2014 og í RÚV 2020, sálmarnir í Langholtskirkju 2014 og í Guðríðarkirkju 2015 og Sextán söngvar og Fimm árstíðir í Hannesarholti 2017 og Fimm árstíðir einnig í RÚV 2021. Ítalska söngvabókin var frumflutt á Íslandi og Ítalíu 2022 and Sumarferðin í Hörpu haustið 2022.

Bjarni Thor og Lilja syngja á Stórtónleikum Rótarý í Hörpu á ...

Lilja Guðmundsdóttir sópran útskrifaðist með hæstu einkunn á mastersprófi frá Konservatorium Wien, Privatuniversität 2015. Hún hefur komið fram sem einsöngvari með Salon Islandus, The Festival Orchestra Wien og Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur sungið innan lands og utan hlutverk í óperum eftir George Bizet, Benjamin Britten, Wolfgang Amadeus Mozart, Giacomo Puccini, Gioachino Rossini og Igor Stravinsky auk sem hún hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum í Austurríki, Búlgaríu, Finnlandi, Frakklandi og Þýzkalandi auk Íslands.

Missti niður um sig jólasveinabuxurnar - Víkurfréttir

Bjarni Thor Kristinsson bassi hefur sungið mikinn fjölda óperuhlutverka um allan heim, m.a. í Beijing, Berlín, Chicago, Dresden, Feneyjum, Flórens, Hamborg, Köln, Lissabon, München, Napólí, Palermo, París, Róm, Tókíó, Verona og Vín. Meðal hlutverka hans eru ellefu hlutverk í níu óperum Wagners auk hlutverka í óperum eftir Beethoven, Donizetti, Mozart, Mussorgsky, Strauss o.fl. Bjarni er einnig ljóðasöngvari og var lengi listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Perlur íslenskra sönglaga í Hörpu. Söng hans má heyra á mörgum geisladiskum og í sjónvarpsþættinum Átta raddir.

Ástríður Alda Sigurðardóttir

Ástríður Alda Sigurðardóttir hóf nám í píanóleik 6 ára gömul hjá móður sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur, en útskrifaðist frá Tónlistarskóla Reykjavíkur og stundaði framhaldnám við Indiana University. Ástríður hefur komið víða fram á tónleikum, ýmist sem einleikari eða með öðrum tónlistarmönnum. Hún er meðlimur í Elektra Ensamble og tangósveitinni Fimm í tangó. Árið 2012 gaf hún út sólóplötuna CHOPIN, en einnig hefur komið út geisladiskurinn ALDARBLIK með henni og söngvurunum Eyjólfi Eyjólfssyni og Ágústi Ólafssyni. Ástríður Alda kennir við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.