11. feb, 2023

Ekki land mitt

Lag við kvæði eftir Önnu Akhamatovu í þýðingu Regínu Stefnisdóttur.

Bjarni Thor Kristinsson bassi og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó munu flytja lagið á tónleikum í Hörpu 3. september 2023.

Ekki land mitt (einsöngur og píanó): PDF, Sibelius

Ekki land mitt, en
eilíft í minni mínu,
öldur sjávar þess
kaldar og ferskar.

Sandur á botninum
hvítari en kalk,
loftið teigað sem vín,
síðsólargeislar
slá roða á
greinar furutrjánna.

Sólsetur í óræðum öldum:
Ég fæ ekki séð
hvort dagurinn er á enda
eða veröldin,
eða hvort leynd allra leynda
hvílir innra með mér á ný.

Hann er eins og vorið