Söngvar um svífandi fugla
Lagabálkur eftir Þorvald Gylfason við ljóð eftir Kristján Hreinsson
Söngvar um svífandi fugla eru fjórtán sönglög eftir Þorvald Gylfason prófessor við ljóð eftir Kristján Hreinsson skáld og heimspeking. Lögin eru samin fyrir söngrödd, píanó og selló, og hefur Þórir Baldursson tónskáld útsett þau. Ljóðin og lögin eru óður til lífsins með tæran boðskap um fegurð heimsins og himinsins að leiðarljósi. Fimmtándi fuglasöngurinn, Sólskríkjan mín syngur, hefur nýlega bætzt í flokkinn. Lögin, þ.e. nóturnar, og kvæðin, einnig í enskri þýðingu, birtust á bók 2020. Kristinn Sigmundsson bassi, Bryndís Halla Gylfadóttir selló og Jónas Ingimundarson píanó frumfluttu ljóðaflokkinn fyrir fullu húsi í Salnum í Kópavogi 7. september 2014 og aftur 14. september og síðan í Bergi á Dalvík 21. september. Skáldið flutti skýringar á undan hverju lagi og ljóði sem var varpað á vegg á bak við sviðið. Kvikmyndafélagið Í einni sæng tók tónleikana upp fyrir sjónvarp. Myndin var sýnd í ríkissjónvarpinu 16. marz 2020 og aftur 22. marz. Lokalagið Einn kafli var síðasta lag fyrir fréttir ríkisútvarpsins 6. nóvember 2019, sjá myndband að neðan.
Umsögn Bryndísar Schram á visir.is um tónleikana í Salnum 7. september 2014.
EFNISSKRÁ
1. Í köldu myrkri
Bassi, píanó og selló, Messósópran, píanó og lágfiðla, PDF
2. Unaðsreiturinn
Bassi, píanó og selló, Messósópran, píanó og lágfiðla, PDF
3. Vorið brosir
Bassi, píanó og selló, Messósópran, píanó og lágfiðla, PDF
4. Erlan
Bassi, píanó og selló, Messósópran, píanó og lágfiðla, PDF
5. Vegur þagnar
Bassi, píanó og selló, Messósópran, píanó og lágfiðla, PDF
6. Í faðmi fugla
Bassi, píanó og selló, Messósópran, píanó og lágfiðla, PDF
7. Grátur Jarðar
Bassi, píanó og selló, Messósópran, píanó og lágfiðla, PDF
8. Fuglshjartað
Bassi, píanó og selló, Messósópran, píanó og lágfiðla, PDF
9. Dúfa
Bassi, píanó og selló, Messósópran, píanó og lágfiðla, PDF
10. Vals
Bassi, píanó og selló, Messósópran, píanó og lágfiðla, PDF
11. Sólskríkjan mín syngur (Hefur ekki enn verið flutt.)
Bassi, píanó og selló, Messósópran, píanó og lágfiðla, PDF
12. Spegill fuglanna
Bassi, píanó og selló, Messósópran, píanó og lágfiðla, PDF
13. Fuglar minninga
Bassi, píanó og selló, Messósópran, píanó og lágfiðla, PDF
14. Ég syng fyrir þig
Christine Antenbring messósópran og Mikhail Hallak pianóleikari fluttu lagið á íslenzkum ljóðatónleikum í Hörpu á Menningarnótt 24. ágúst 2013 og aftur á íslenzkum og argentínskum ljóðatónleikum í Lutheran Church í Winnipeg 18. maí 2014 og enn á íslenzkum, argentínskum og úkraínskum ljóðatónleikum í Chapel Restoration í Cold Spring, New York, 18. október 2015, nú ásamt Rachel Evans lágfiðluleikara. Sjá viðtal við Christine hér. Heyr hana syngja lagið hér.
Bassi, píanó og selló, Messósópran, píanó og lágfiðla, PDF
15. Einn kafli
Síðasta lag fyrir fréttir ríkisútvarpsins 6. nóvember 2019.
Bassi, píanó og selló, Messósópran, píanó og lágfiðla, PDF
FUGLAR MINNINGA
Að kvöldi dags, við hafið á meðan sólin sest
og sælubros af heitum vörum skín,
hér sit ég einn að hausti og finn að birtan best
fer blíðlega um djúpu augun mín.
Í huga sé ég fugla sem fóru grein af grein
er gleðitár af vanga mínum rann,
og söngurinn sem lifði, er orðinn minning ein;
sá unaður sem glaður hugur fann.
Í hljóðri kyrrð með tíma ég fæ að fylgja þeim,
já, fuglunum sem áður sá ég hér.
Svo svíf ég út á hafið með dýrð um draumaheim
og dásemd lífsins vakir yfir mér.