Sumarferðin
Tónleikar í Hörpu
Sumarferðin er nýr sönglagaflokkur eftir Þorvald Gylfason prófessor við kvæði eftir Kristján Hreinsson skáld og heimspeking. Lögin eru samin fyrir sópran, tenór og píanó. Ljóðin og lögin fjalla um söknuð, sorg og gleði, viljann og vonina, ástina, lífið og listina. Flokkurinn er framhald fyrri flokks, Sextán söngvar fyrir sópran og tenór frá 2017.
Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Elmar Gilbertsson tenór og Snorri Sigfús Birgisson píanó frumfluttu Sumarferðina í Norðurljósum í Hörpu 27. nóvember 2022. Skáldið flutti stuttar skýringar á undan hverju lagi og ljóði sem var varpað á vegg á bak við sviðið.
EFNISSKRÁ
- Að lifa er að gefa (Sibelius) — Hallveig og Snorri Sigfús
- Augnablikin læðast (Sibelius) — Hallveig og Snorri Sigfús
- Baðmurinn blíði (Sibelius) — Hallveig og Snorri Sigfús
- Dans fiðrildanna (Sibelius) — Elmar og Snorri Sigfús
- Einn tónn (Sibelius) — Hallveig og Snorri Sigfús
- Einsemdin opnar gáttir (Sibelius) — Hallveig og Snorri Sigfús
- Fótspor á farvegi tímans (Sibelius) — Hallveig, Elmar og Snorri Sigfús
- Garður gæskunnar (Sibelius) — Hallveig og Snorri Sigfús
- Harpa hjartans (Sibelius) — Elmar og Snorri Sigfús
- Hjartað (Sibelius) — Hallveig og Snorri Sigfús
- Hjartalag (Sibelius) — Hallveig og Snorri Sigfús
- Hljóðar bænir (Sibelius) — Elmar og Snorri Sigfús
- Jökullinn (Sibelius) — Elmar og Snorri Sigfús
- Laun lífsins (Sibelius) — Elmar og Snorri Sigfús
- Ljóðið um veginn (Sibelius) — Hallveig, Elmar og Snorri Sigfús
- Ný mynd af þér (Sibelius) — Hallveig og Snorri Sigfús
- Orðspor (Sibelius) — Elmar og Snorri Sigfús
- Ritstjóri ljóðviljans (Sibelius) — Elmar og Snorri Sigfús
- Þá veistu það (Sibelius) — Elmar og Snorri Sigfús
- Þrá (Sibelius) — Elmar og Snorri Sigfús
- Þrjár spurningar (Sibelius) — Hallveig, Elmar og Snorri Sigfús
Þorvaldur Gylfason hefur samið 140 sönglög, m.a. Sautján sonnettur um heimspeki hjartans, Söngva um svífandi fugla, Sjö sálma og Sextán söngva fyrir sópran og tenór við kvæði Kristjáns Hreinssonar. Sonnetturnar voru fluttar í Hörpu 2012 og 2013, Fuglasöngvarnir í Salnum í Kópavogi 2014 og ríkissjónvarpinu 2020 og 2021, sálmarnir í Langholtskirkju 2014 og Guðríðarkirkju 2015 og Sextán söngvar í Hannesarholti 2017. Eftir Þorvald liggja einnig Fimm árstíðir við kvæði Snorra Hjartarsonar og voru þær frumfluttar í Hannesarholti 2017 og ríkissjónvarpinu 2021.
Kristján Hreinsson er skáld og heimspekingur. Hann hefur birt bráðum 80 bækur, m.a. ljóðabækurnar Vinaljóð (2018), Dagatal (2019), Fimmtíu ljóð um fegurð (2019) og Mótmæli (2020) og skáldsagan Lökin í golunni (2021) auk tíu annarra skáldsagna og hljómdiska þar sem hann flytur eigin lög og ljóð.
Hallveig Rúnarsdóttir hefur sungið mörg óperuhlutverk á sviði, m.a. í Íslensku óperunni, og einnig erlendis og komið fram sem einsöngvari með hljómsveitum, m.a. oft með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Undanfarin ár hefur hún einnig lagt rækt við ljóðasöng og haldið tónleika með þýzkum, frönskum og norrænum sönglögum. Á geisladiskinum Í ást sólar flytur hún íslenzk sönglög ásamt Árna Heimi Ingólfssyni píanóleikara. Hún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2013 og 2018 sem söngkona ársins í sígildri- og samtímatónlist og hlaut einnig tilnefningu til sömu verðlauna 2014, 2016 og 2020. Hún var einnig tilnefnd til Grímuverðlauna sem söngvari ársins árin 2014 og 2017.
Elmar Gilbertsson hefur sungið mörg óperuhlutverk á sviði innan lands og utan, einkum í Hollandi og Belgíu og einnig í Frakklandi, Þýzkalandi og víðar. Hann hlaut Grímuverðlaunin 2014 sem söngvari ársins fyrir hlutverk Daða Halldórssonar í óperunni Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson í Íslensku óperunni og aftur 2016 fyrir hlutverk Don Ottavio í Don Giovanni eftir Mozart. Elmar hlaut einnig Íslensku tónlistarverðlaunin 2014 sem söngvari ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar og aftur 2017 fyrir hlutverk Lenskís í Évgení Ónegin eftir Tsjækovskí í Íslensku óperunni.
Snorri Sigfús Birgisson stendur í fremstu röð íslenzkra píanóleikara og er jafnframt mikilvirkt tónskáld. Eftir hann liggur fjöldi tónverka: einleiksverk, kammertónlist, raftónlist, kórtónlist, sinfónísk verk og sönglög. Tónlist hans er að finna á fjölmörgum geisladiskum og hljómplötum. Hann gekk frá lagaflokkinum — öllum lögunum nema einu, Laun lífsins — í hendur söngvaranna tveggja.
Hér má lesa kvæðin.