Háskólaútgáfan
2. des, 2001

Framtíðin er annað land

Nýtt ritgerðasafn mitt, Framtíðin er annað land, kom út hjá Háskólaútgáfunni í desember 2001. Bókin geymir 42 ritgerðir og greinar, sem ég hef birt á ýmsum stöðum síðan 1999, auk ítarlegs inngangs. Síðasta ritgerðasafn mitt, Viðskiptin efla alla dáð, kom út hjá Máli og menningu haustið 1999. Þar áður birti ég Síðustu forvöð, en sú bók kom út hjá Háskólaútgáfunni 1995, og þar áður þrjú önnur söfn, sem Híð íslenzka bókmenntafélag gaf út árin 1990-1993.

Efni bókarinnar er skipt í sex bálka. Hinn fyrsti heitir Stjórnmál og saga. Þar er fjallað um framtíð Reykjavíkur, ólíkar lífsskoðanir og stjórnmálastefnur, magnlaust almenningsálit og verzlunarsögu í 60 ár. Annar bálkur ber heitið Fjármál og framleiðni og fjallar um afstöðu manna til eigin fjár og annarra, um ólíkan féþroska þjóða, peninga, verðbólgu, atvinnuleysi og lífskjör. Þriðji bálkur heitir Krónan og evran. Þar er fjallað um gengi krónunnar og gengisfall og fyrirkomulag gengismála, þar á meðal spurninguna um það, hvort við eigum að kasta krónunni og taka heldur upp evru á Íslandi. Fjórði bálkurinn heitir Hagvöxtur og menntun. Þar er að finna ýmislegt efni um helztu uppsprettur hagvaxtar um heiminn, þar á meðal menntun. Þarna er einnig að finna greinargerð fyrir þeirri skoðun, að náttúruauðlindagnægð hneigist til að draga úr menntun og hagvexti, sé ekki vel á málum haldið. Í fimmta kafla, sem heitir Til hafs, er linsunni beint að landi og sjó í samhengi við aðra þætti efnahagslífsins, þar á meðal menntamál. Rökin fyrir veiðigjaldi eru rakin í þaula. Sjötti og síðasti bálkurinn heitir Önnur lönd, og kennir þar ýmissa grasa. Þarna er fjallað um landafræði og frönsk efnahagsmál, konur, ástandið í Austurlöndum nær og margt fleira.

Bókin er 368 blaðsíður. Kaflaskipan er þessi:

Inngangur

I. Stjórnmál og saga

1.Framtíð Reykjavíkur
2. Ólíkar lífsskoðanir
3. Að flokka stjórnmálastefnur
4. Er almenningsálitið magnlaust?
5. Þrjú verk að vinna
6. Verzlunarsaga i sextíu á: Tíu vörður á vegi

II. Fjármál og framleiðni
7.Annarra fé
8. Féþroski
9. Peningar og verðbólga
10. Atvinnuleysi, laun og verkföll
11. Framleiðni og lánsfé
12. Framleiðni og lífskjör: Hvar stöndum við?

III. Krónan og evran
13. Er gengið rétt?
14. Erlendar skuldir: Áfram hærra
15. Gjaldeyrisforðinn
16. Á gengi að vera fast eða fljóta?
Gengisskipan við frjálsar fjármagnshreyfingar

IV. Hagvöxtur og menntun
17. Að vaxa í sundur
18. Náttúra, menntun og lífskjör
19. Menntun, gróska og markaður
20. Mannauður er undirstaða efnahagslífsins
21. Menntun borgar sig — eða hvað?
22. Launamunur og menntun
23. Menntun, menntun, menntun
24. Menntun, jöfnuður og hagvöxtur
25. Spilling og hagvöxtur

V. Til hafs
26. Þeir þurfa að sjá samhengið
27. Veiðigjald: Þrjá leiðir til lausnar
28.,,Hóflegt gjald“
29. Land og sjór eru systur
30. Búvernd og verðbólga
31. Náttúruauðlindir, útflutningur og Evrópa

VI. Önnur lönd
32. Þyrpingar
33. Að opna lönd
34. Góð ráð dýr
35.Frakkland
36. Stríð! Er Rauða krossinum um að kenna?
37. Vegtollar, repúblikanar og Rússland
38. Konur og hagvöxtur
39. Minning um Benjamín
40. Að fara fetið
41. Þjónustuhagkerfið
42. Olía: Eykur hún hagvöxt? Eflir hún frið?

Manntal

Lönd og staðir

Efnisatriði

Umsögn í Viðskiptablaðinu

Umsögn um Framtíðin er annað land

Ritdómur í Morgunblaðinu

Dómur um Framtíðin er annað land

Ritdómur í Fjármálatíðindum

Veggspjald frá Háskólaútgáfunni