Heimskringla
2. jan, 1999

Viðskiptin efla alla dáð

Ritgerðasafn mitt, Viðskiptin efla alla dáð, kom út hjá Heimskringlu, Háskólaforlagi Máls og menningar, í byrjun september 1999. Bókin geymir 36 ritgerðir og greinar, sem ég hef birt á ýmsum vettvangi síðan 1996, en síðasta ritgerðasafn mitt, Síðustu forvöð, kom út í árslok 1995.

Efni bókarinnar er skipt í sex bálka. Hinn fyrsti heitir Hagfræðingar. Þar er Jóni Sigurðssyni forseta lýst sem eindregnum viðskiptafrelsisfrumkvöðli og fyrsta hagfræðingi Íslands. Þá berast böndin að íslenzkum hagfræðingum yfirleitt og nokkrum erlendum hagfræðingum, sem um hefur munað. Annar bálkur ber heitið Lögmálið er eitt og fjallar um fjarlæg lönd í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. Af þeim má ýmislegt læra, því að markaðslögmálin eru alls staðar hin sömu óháð landfræðilegu. Ár renna alls staðar niður. Þriðji bálkur heitir Úr takti við umheiminn? Þar er fjallað frekar um Asíulönd, einkum Hong Kong og Taíland, auk Írlands og Svíþjóðar, til að beina athygli lesandans að ólíkum hagstjórnarháttum og ólíkum efnahagsumbótahraða á ýmsum stöðum með skírskotun hingað heim. Fjórði bálkurinn heitir Menntamál og menning og er í annarri tóntegund en efnið á undan. Þar er að finna ýmsar vangaveltur um úrlausn brýnna verkefna í menntamálum þjóðarinnar og um efnahags- og menningarlífið í landinu. Í fimmta kafla, sem heitir Til sjós og sveita, er linsunni beint að sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum í samhengi við aðra þætti efnahagslífsins og hagvaxtarhorfur Íslands á næstu öld. Sjötti og síðasti bálkurinn heitir Vinna, bylting og vöxtur og fjallar um atvinnumál, efnahagsumbætur og hagvöxt á Íslandi og annars staðar.

Bókin er 359 blaðsíður.

Kaflaskipan er þessi:

I. Hagfræðingar
1. Brautryðjandinn
2. Íslenzkir hagfræðingar: Hvert er nú orðið okkar starf?
3. Hagstofan í ham
4. Góð og vond hagfræði
5. Strákurinn frá Harvard
6. Já, hlustum fyrir alla muni á Adam Smith

II. Lögmálið er eitt
7. Sögur úr suðri
8. Afríka: Engin von?
9. Suðaustur-Asía: Miðstjórn eða markaður?
10. Miðstjórn og markaður: Eitt dæmi enn

III. Úr takti við umheiminn?
11. Viðskiptin efla alla dáð
12. Brosandi land
13. Asía: Ekkert að óttast
14. Írland: Með pálmann í höndunum
15. Sænska velferðarríkið: Enn í fullu fjöri?

IV. Menntamál og menning
16. Menntun og markaður
17. Veiðigjald og vandinn í menntamálum
18. Upplýsing og lífskjör
19. Útþrá, menning og heimþrá
20. Hús og hugarfar
21. Hátíðarræða

V. Til sjós og sveita
22. Úlfaldablóð
23. Eitt orð um mikið mál
24. Veiðigjald og menntun: Reynsla Falklendinga
25. Skjaldborgin er að bresta
26. Sjö krónur af hverjum tíu?!
27. Blendin blessun
28. Náttúra, vald og vöxtur
29. Búvernd: Er ekkert að rofa til?

VI. Vinna, bylting og vöxtur
30. Aldrei til friðs?
31. Aldrei rétti tíminn
32. Hlutverkinu er ekki lokið
33. Hagur, lög og siðir
34. Er ég byltingarmaður?
35. Hagstjórn og hagvaxtarhorfur við upphaf nýrrar aldar
36. Útflutningur, verðbólga og hagvöxtur

Manntal

 

Í bókinni koma margir menn við sögu, bæði erlendir menn og Íslendingar, og er gerð stutt grein fyrir hverjum og einum í manntalinu í bókarlok.

Ritdómur um bókina eftir dr. Gylfa Magnússon dósent birtist í Morgunblaðinu 28. október 1999.

Dómur um Viðskiptin efla alla dáð