Háskólaútgáfan
2. jan, 2005

Tveir heimar

Síðasta ritgerðasafn mitt, Tveir heimar, kom út hjá Háskólaútgáfunni í desember 2005. Það geymir 168 ritgerðir og greinar frá árunum 2001-2005. Það birtist í beinu framhaldi af síðasta ritgerðasafni mínu, Framtíðin er annað land, sem kom út hjá Háskólaútgáfunni 2001. Þar áður birti ég Viðskiptin efla alla dáð (Mál og menning, 1999) og þar á undan Síðustu forvöð (Háskólaútgáfan, 1995). Fyrstu söfnin mín þrjú gaf Hið íslenzka bókmenntafélag út árin 1990-1993.

Efni bókarinnar er skipt í tíu bálka. Hinn fyrsti heitir Menning. Þar er fjallað um íslenzka tungu, skáldskap, leikhús, kvikmyndir og tónlist. Annar bálkur ber heitið Menntun, þróun og skipulag og fjallar um menntamál, börn, þróunaraðstoð og heilbrigðismál frá ýmsum hliðum. Þarna geri ég m.a. grein fyrir þeirri skoðun, að hugarfars- og skipulagsbreytinga sé þörf í menntamálum og heilbrigðismálum. Þriðji bálkur heitir Friður, landvarnir, lýðræðiÞar er fjallað um varnir Íslands og annarra landa, lýðræði, stjórnarskrána, stríð og frið. Fjórði og fimmti bálkurinn heita Ísland ögrum skorið og Stjórnmál. Þar er að finna ýmislegt efni um Ísland, skipulag Reykjavíkur, úthlutun þingsæta, einkavæðingu bankanna og önnur álitamál, sem eru ofarlega á baugi. Í sjötta kafla, sem heitir Búvernd, fiskur og fjármál, er linsunni beint að landbúnaðarmálum, lífinu í sveitinni, útvegsmálum og fjármálum ríkisins. Þar vaknar m.a. þessi spurning: áttu þrælahaldarar að fá bætur fyrir eignarnám, þegar þrælahald var afnumið? Sjöundi og áttundi bálkurinn heita Ameríka og Evrópa og Afríka og Austurlönd, og kennir þar ýmissa grasa víðs vegar að. Þarna eru sagðar sögur um Bandaríkin, ýmis Evrópulönd, Rússland, Færeyjar, fíla, Afríku, Arabalönd, konur, hryðjuverk, Asíu o.m.fl. Níundi kaflinn heitir Orka, viðskipti, vöxtur. Þar er fjallað um orkumál, millilandaviðskipti og vöxt og viðgang efnahagslífsins um allan heim frá ýmsum hliðum. Tíundi og síðasti bálkur bókarinnar heitir Svipir og saga. Hann fjallar um fólk, alls konar fólk. Lokakaflinn fjallar um ættjarðarást.

Bókin er 728 blaðsíður.

Kaflaskipan er þessi:

I. Menning

 1. Hvers virði er tunga, sem týnist?
 2. Samtöl um tungumál
 3. Tannvara eða vaðmál?
 4. Fróðleikur í skáldskap
 5. Út með ruslið – eða hvað?
 6. Samkomulag um leikhús
 7. Klámhundar og heimsbókmenntir
 8. Afþreying eða upplýsing?
 9. Hafið hugann dregur
 10. Hugir og hjörtu
 11. Tannlækningar og tónlist
 12. Verdi og Wagner: Saga um samskiptaleysi

II.  Menntun, þróun og skipulag
13. Markmið og leiðir í menntamálum
14. Virðing fyrir tölum
15. Fjölbreytni borgar sig
16. Móttökuskilyrði í skólum
17. Stytting framhaldsskólanáms
18. Hlið við hlið
19. Um hvað var samið?
20. Hver á að sjá um börnin?
21. Börn eru nauðsynleg
22. Menntun, aldur og heilbrigði
23. Menntun gegn fátækt
24. Dropi í hafið
25. Hver á að borga brúsann?
26. Háskólagjöld: Flóttaleið eða lausn?
27. Hin hliðin á málinu
28. Bil að brúa
29. Skrapdagar eða skólagjöld?
30. Reiknilíkanið og framtíð Háskólans
31. Kínverska leiðin
32. Mislagðar hendur

III. Friður, landvarnir, lýðræði
33. Augu fyrir auga
34. Við áramót
35. Friður á vörumarkaði
36. Varnir Íslands og annarra landa
37. Varnir og fjármál
38. Að verzla með varnir
39. Hvað kostar að verja land?
40. Lýðræði og lífskjör
41. Lýðræði að loknu stríði
42. Lengi býr að fyrstu gerð
43. Lýðræði á Íslandi
44. Lýðræði í skjóli laga
45. Aðför gegn lýðræði
46. Styrr um stjórnarskrá
47. Brestir og brak
48. Sjálfs er höndin hollust
49. Tvöföld slagsíða

IV. Ísland ögrum skorið

50. Sinnaskipti eða hrakningar?
51. Þau gefa okkur ullina
52. Lausbeizlað lánsfé
53. Skin og skuggar
54. Skorpulíf
55. Vitnisburður fréttamanns
56. Íslandsskýrslan frá OECD
57. Að sitja í súpunni
58. Auðlegð málsins og mútur
59. Einkavæðing í uppnámi
60. Er botninum náð?
61. Hver er munurinn?
62. Allt fyrir ekkert
63. Fjárfestingarstefnan
64. Hversu dregur Ísland að?
65. Tengslin við fortíðina
66. Sextán milljarðar á silfurfati

V. Stjórnmál
67. Rangar skoðanir
68. Öll vitleysa er eins
69. Að gera hlutina í réttri röð
70. Dauðadjúpar sprungur
71. Opnum bækurnar aftur í tímann
72. Veldi Baugs
73. Hvað gera auðmenn?
74. Kannski tuttugu manns
75. Blöð, lekar, morð
76. Bankar og stjórnmál
77. Bankar og völd
78. Sjaldan er ein bára stök
79. Það tókst – eða hvað?
80. Svona eiga sýslumenn að vera
81. Blóðið þýtur um þjóðarpúlsinn
82. Flokkurinn lengi lifi
83. Reykjum ekki í rúminu eftir 2016

VI. Búvernd, fiskur og fjármál
84. Búvernd: Er loksins að rofa til?
85. Búverndarblús
86. Tilbrigði við búvernd
87. Að byrja á öfugum enda
88. Menn og dýr
89. Eignarnám eða skuldaskil?
90. Hugsunarlaust örlæti hafsins
91. Að bæta gráu ofan á svart
92. Fyrirgefning og fjármál
93. Heilbrigði er hagstærð
94. Hagstjórn, fjármál og hagvöxtur

VII. Ameríka og Evrópa
95. Breyttir tímar
96. Vúdúhagfræði
97. Kjósendur án landamæra
98. Stríðsherrann
99. Munu farsímarnir sigra?
100. Augu umheimsins
101. Bylting í London
102. Atvinnuleysi á undanhaldi
103. Sælla er að gefa en þiggja
104. Sagan endurtekur sig
105. Vínlönd
106. Eldmóður í Eistum
107. Útskrift 1. maí
108. Rússland, Rússland
109. Vor í Færeyjum
110. Færeyjar þurfa sjálfstæði
111. Margt býr í hæðinni

VIII.Afríka og Austurlönd
112. Gimsteinastríð
113. Bókasöfn og sædýra
114. Afríkuland á uppleið
115. Þegar vorið kemur á hverju kvöldi
116. Loftkæling hitabeltisins
117. Æfur við Hæstarétt
118. Frændur og vinir
119. Síðbúið réttlæti er ranglæti
120. Breytileg átt
121. Hryðjuverk
122. Belgíska Kongó
123. Mildi kvenna
124. Þrjár plágur
125. Arabar líta í eigin barm
126. Indland í sókn
127. Fílar, timbur, tónlist
128. Smáfiskadráp
129. Veik andstaða
130. Og þjóðin svaf

IX. Orka, viðskipti, vöxtur
131. Olíulindir og stjórnmál
132. Olía: Eykur hún hagvöxt? Eflir hún frið?
133. Dýrt bensín er blessun
134. Hálfur millilítri á hundraðið
135. Að flytja út orku
136. Allt hefur sinn tíma
137. Látum þá alla svelgja okkur
138. Frambjóðendur gegn fríverzlun
139. Landsins forni fjandi
140. Tollheimtumenn og bersyndugir
141. Með hræ inni í stofu
142. Heldur út að ýta
143. Hvað kostar verðsamráð?
144. Laun heimsins
145. Ferskir vindar
146. Tryggingar skipta sköpum
147. Virðing í viðskiptum
148. Heilbrigði og hagvöxtur
149. Heilbrigði, tónlist, hagvaxtarrækt
150. Stríð gegn fátækt
151. Trú, von og vöxtur

X. Svipir og saga
152. Endurminningar
153. Václav Havel
154. Hús skáldsins
155. Við Vimmi
156. Við Chuck
157. Kvikmyndir og geðveiki
158. Sögumaður deyr
159. Þegar Kastró kveður
160. Jón Sigurðsson forseti
161. Persónur og saga
162. Ísland sem einleikshljóðfæri
163. Ólafur Thors
164. Valtýr
165. Að njóta sannmælis
166. Hannes Hafstein
167. Að tapa – og sigra samt
168. Um ættjarðarást

Manntal

Mannanöfn

Önnur heiti og staðir

Efnisatriði