Norðurlönd, Frakkland og Þýzkaland: Kaupmáttur þjóðartekna á vinnustund 1990-2013
Þessi mynd sýnir kaupmátt þjóðartekna á hverja vinnustund á Norðurlöndum og í Frakklandi og Þýzkalandi frá 1990 til 2013. Árið 2013 voru þjóðartekjur á hverja vinnustund 55 Bandaríkjadalir í Þýzkalandi, 50 dalir í Danmörku, 47 dalir í Frakklandi og 45 dalir í Svíþjóð borið saman við 72 dali í Noregi og 33 dali á Íslandi. Hér er stuðzt við gögn Alþjóðabankans um kaupmátt þjóðartekna og tölur hagfræðinga við Háskólann í Groningen í Hollandi um fjölda vinnustunda. Myndin uppfærir til ársins 2013 mynd 3 hér, sjá frekari skýringar þar.