31. des, 2021

Lýðræðissyrpa

Sjötíu greinar frá 2006-2021 um lýðræði og hætturnar sem að því steðja.

 1. Að skjálfa eins og hrísla lýsir þeirri skoðun að lýð­ræði sé eina stjórn­skip­an­in sem er boð­leg sið­uðu sam­fé­lagi og birtist í Stundinni 19. júní 2021.
 2. Frá sannleik til sátta lýsir því hversu hallar á lýðræðið í Bandaríkjunum og Bretlandi og víðar og birtist í Stundinni 6. febrúar 2021.
 3. Óttinn við nýju stjórnarskrána gerir greinarmun á stjórnmálum hversdagsins þar sem löggjafinn ræður för og stjórnskipunararmálum þar sem fullvalda þjóð fer með æðsta vald og birtist í Stundinni 31. október 2020.
 4. Lýðveldisstjórnarskráin frá 1944 rekur sögu málsins og birtist í Stundinni 19. júlí 2020.
 5. Eignarréttur nær ekki til þýfis fjallar um ógnina sem lýðræði stafar af fjárböðun og birtist í Fréttablaðinu 20. júní 2019.
 6. Þrátefli á þingi reynir að bregða birtu á rifrildið um þriðja orkupakkann og birtist í Fréttablaðinu 6. júní 2019.
 7. Baráttan heldur áfram fjallar um mannréttindi og suðurríki Bandaríkjanna og birtist í Fréttablaðinu 10. janúar 2019.
 8. Lýðræði í Afríku fjallar um lýðræðisþróun í Afríku og birtist í Fréttablaðinu 6. desember 2018.
 9. Ísland tapar stigum fjallar um hnignun lýðræðis nær og fjær og birtist í Fréttablaðinu 13. september 2018.
 10. Vonir og veðrabrigði fjallar um Taíland, undanhald lýðræðis í Indókína o.fl. og birtist í Fréttablaðinu ágúst 2018.
 11. Næsti bær við Norðurlönd fjallar um Ástralíu og m.a. um kosningalöggjöfina þar í landi og birtist í Fréttablaðinu júlí 2018.
 12. Lýðræði, Evrópa og ríkidæmi fjallar m.a. um beint lýðræði í Sviss og birtist í Fréttablaðinu apríl 2018.
 13. Veðsettir þingmenn fjallar um Bandaríkjaþing og Alþingi og birtist í Fréttablaðinu marz 2018.
 14. Er Alþingi okkar Trump? fjallar enn um skaðann sem Alþingi heldur áfram að vinna lýðræðinu í landinu og birtist í Fréttablaðinu febrúar 2018.
 15. Lýðræði lifir á ljósi fjallar um gildi gagnsæis í lýðræðisþjóðfélagi og hætturnar sem fylgja ástæðulausri leynd og birtist í Fréttablaðinu febrúar 2018.
 16. Hnignun? Nei, niðurrif fjallar um lýðræði á Íslandi og víðar og birtist í Fréttablaðinu 25. janúar 2018.
 17. Ekkert skiptir meira máli fjallar um breiðan stuðnings kjósenda við nýju stjórnarskrána og birtist í Fréttablaðinu 12. október 2017.
 18. Smán Alþingis fjallar um feril Alþingis í stjórnarskrármálinu og birtist í Fréttablaðinu 11. maí 2017.
 19. Fjögur sæti í forgjöf fjallar um kosningalögin sem kjósendur höfnuðu 2012 og birtist í Fréttablaðinu 3. nóvember 2016.
 20. Lýðræði gegn forréttindum fjallar um ástand lýðræðis rétt fyrir kosningar og birtist í Fréttablaðinu október 2016.
 21. Þing gegn þjóð: Taka tvö fjallar nánar um samband þings og þjóðar innan lands og utan og birtist í Fréttablaðinu 20. október 2016.
 22. Þing gegn þjóð fjallar um samband þings og þjóðar fyrr og nú og birtist í Fréttablaðinu 13. október 2016.
 23. Kleyfhuga kjósendur? lýsir uppgötvunum félagsvísinda um hegðan kjósenda í þingkosningum og þjóðaratkvæðagreiðslum og birtist í Fréttablaðinu 6. október 2016.
 24. Undir högg að sækja lýsir hnignun lýðræðis um heiminn og hættunni sem Íslandi stafar af henni og birtist í Fréttablaðinu 29. september 2016.
 25. Ísland tapar stigum fjallar um hnignun lýðræðis nær og fjær og birtist í Fréttablaðinu 13. september 2018.
 26. Þing eða þjóð? fjallar m.a. um þjóðaratkvæðagreiðslur, kosti þeirra og galla og birtist í Fréttablaðinu 28. júlí 2016.
 27. Lýðræði undir álagi fjallar um sambandið milli misskiptingar og lýðræðis og birtist í Fréttablaðinu 26. maí 2016.
 28. Bandaríska stjórnarskráin og Ísland lýsir veilum í stjórnarskrám beggja landa borið saman við nýju stjórnarskrána, sem Alþingi heldur í gíslingu, og birtist í Fréttablaðinu 9. apríl 2015.
 29. Bandaríska stjórnarskráin: Er hún úrelt? lýsir sjónarmiðum Sanfords Levinson stjórnlagaprófessors í Texas og birtist í Fréttablaðinu 2. apríl 2015.
 30. Lýðræði í vörn fjallar um stöðu lýðræðis í heiminum og birtist í Fréttablaðinu 5. marz 2015.
 31. Að slíta sundur friðinn fjallar um framferði Alþingis gagnvart fólkinu í landinu og birtist í DV 9. janúar 2015.
 32. Bandaríkin og Ísland fjallar um undanhald lýðræðis í báðum löndum og birtist í DV 28. nóvember 2014.
 33. Leikreglur lýðræðis fjallar um ítrekaða aðför Alþingis að lýðræðinu og birtist í DV 28. febrúar 2014.
 34. Lýðræði í deiglunni fjallar um lýðræði í Suður-Ameríku og víðar og birtist í DV 29. nóvember 2013.
 35. Brothætt lýðræði fjallar enn um Bandaríkin, Ísland og stjórnarskrána og birtist í DV 18. október 2013.
 36. Lýðræði á undir högg að sækja fjallar um Bandaríkin, Ísland og stjórnarskrána og birtist í DV 11. október 2013.
 37. Vald hinna valdalausu fjallar um upprisu kjósenda gegn ranglæti og lygum og birtist í DV 21. júní 2013.
 38. Réttlátt samfélag lýsir stefnu Lýðræðisvaktarinnar í hnotskurn og birtist í DV 26. apríl 2013.
 39. Lýðræðisveizluspjöll fjallar eina ferðina enn um hik Alþingis í stjórnarskrármálinu og birtist í DV 27. marz 2013 — á sjálfan svikadaginn.
 40. Þegar allt snýr öfugt fjallar eina ferðina enn um hik Alþingis í stjórnarskrármálinu og birtist í DV 15. marz 2013. Mál er að linni.
 41. Brenglað tímaskyn fjallar um málatilbúnað þeirra, sem þykjast ekki þurfa að taka mark á stuðningi þjóðarinnar við frumvarp til nýrrar stjórnarskrár, og birtist í DV 12. nóvember 2012.
 42. 20. október skoðar verksummerkin eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna og birtist í DV 26. október 2012.
 43. Þjóðarheimilið fjallar um lýðræðisveizluna 20. október og birtist í DV 19. október 2012.
 44. Hvers vegna þjóðaratkvæði? rekur forsögu lýðræðisveizlunnar 20. október og birtist í DV 15. október 2012.
 45. Leiðsögn þjóðfundarins lýsir helztu niðurstöðum þjóðfundarins 2010 og birtist í DV 12. október 2012.
 46. Fyrir opnum tjöldum fjallar um aðkomu almennings að starfi Stjórnlagaráðs og birtist í DV 8. október 2012.
 47. Þjóðin getur létt undir með Alþingi fjallar um beint lýðræði og birtist í DV 1. október 2012.
 48. Þjóðaratkvæði og ESB lýsir því hvernig aðrar þjóðir gengu ESB og birtist í DV 17. september 2012.
 49. Þegar amma fékk að kjósa fjallar um óvini lýðræðisins og birtist í DV 7. september 2012.
 50. Einn maður, eitt atkvæði fjallar um kosningaákvæðið í frumvarpi Stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár og birtist í DV 31. ágúst 2012.
 51. Sögulegar hliðstæður ber stöðu stjórnarskrármálsins nú saman við stöðu mála í Bandaríkjunum 1787-1788 og birtist í DV 24. ágúst 2012.
 52. Fordæmi frá 1787 segir frá ræðu Benjamíns Franklín á Stjórnlagaþinginu í Fíladelfíu 1787 og birtist í DV 22. júní 2012.
 53. Þjóðareign er auðskilin rekur sögu auðlindaákvæðisins í frumvarpi Stjórnlagaráðs og birtist í DV 25. maí 2012.
 54. Eftir hrun: Ný stjórnarskrá rekur feril stjórnarskrármálsins og frumvarp Stjórnlagaráðs og birtist í Skírni vorið 2012.
 55. Mannréttindakaflinn setur mannréttindaákvæðin í frumvarpi Stjórnlagaráðs í alþjóðlegt samhengi og birtist í DV 17. febrúar 2012.
 56. Fölnuð fyrirmynd fjallar um stjórnarskrá Bandaríkjanna og birtist í DV 10. febrúar 2012.
 57. Forsetaþingræði á Íslandi fjallar um stjórnarskrána í sögulegu ljósi og birtist í Fréttablaðinu 30. júní 2011.
 58. Forsetaþingræði fjallar enn um stöðu forsetans og birtist á dv.is 28. júní 2011.
 59. Forseti gegn flokksræði fjallar um stöðu forsetans í stjórnskipaninni og birtist á dv.is 27. júní 2011.
 60. Mannréttindaráðuneytið fjallar um tvö skyld mál og birtist í Fréttablaðinu desember 2009.
 61. Hjálp að utan fjallar um hrunið í samhengi við mannréttindamál og birtist í Fréttablaðinu 29. október 20096
 62. Íslenzkt fullveldi í Evrópu, erindi á málþingi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í hátíðarsal Háskólans á fullveldisdaginn 1. desember 2008.
 63. Fullveldi er sameign fjallar um Simbabve og Búrmu og birtist í Fréttablaðinu 31. júlí 2008.
 64. Fresturinn er hálfnaður fjallar um viðbrögð við úrskurði Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og birtist í Fréttablaðinu 13. marz 2008.
 65. Heimur laganna fjallar um hefðir lögfræðinga og birtist í Fréttablaðinu 14. febrúar 2008.
 66. Löglaust og siðlaust fjallar enn og áfram um mannréttindabrot og birtist í Fréttablaðinu 7. febrúar 2008.
 67. Málið er ekki dautt fjallar áfram um mannréttindabrot og birtist í Fréttablaðinu 31. janúar 2008.
 68. Mannréttindi eru algild fjallar enn um mannréttindabrot Alþingis og Hæstaréttar og birtist í Fréttablaðinu 24. janúar 2008.
 69. Áfellisdómur að utan fjallar um mannréttindabrot Alþingis og Hæstaréttar og birtist í Fréttablaðinu 17. janúar 2008.
 70. Er fullveldisafsal frágangssök? fjallar enn um Evrópusambandið og okkur hin og birtist í Fréttablaðinu 28. desember 2006.

Nýja íslenska stjórnarskráin: Hvernig varð hún til? Hvar er hún stödd?