Tíu söngvar handa kvennakór
Tónleikar í Háskóla Íslands
Tíu söngvar handa kvennakór við kvæði Kristjáns Hreinssonar.
Kvennakór Háskóla Íslands undir stjórn Margrétar Bóasdóttur frumflutti fjögur laganna, Viskuástarsonnettan, Vorið brosir, Grátur Jarðar og Einn kafli, á vortónleikum kórsins í hátíðarsal Háskóla Íslands 1. maí 2016 og síðan Cartesíusarsonnettuna og Sókratesarsonnettuna á sama stað 18. maí 2019.
Öll lögin nema eitt hafa áður verið flutt sem einsöngslög eða tvísöngs sem hlutar af lagaflokkunum Sautján sonnettur um heimspeki hjartans eða Söngvar um svífandi fugla. Ný er Viskuástarsonnettan, samin í minningu heimspekinganna Páls Skúlasonar og Þorsteins Gylfasonar.
Hildigunnur Rúnarsdóttir raddsetti lögin handa kvennakórnum.
EFNISSKRÁ
1. Leibnizsonnettan
2. Cartesíusarsonnettan
3. Nietzschesonnettan
4. Sókratesarsonnettan
5. Viskuástarsonnettan
6. Vorið brosir
7. Grátur Jarðar
8. Spegill fuglanna
9. Fuglar minninga
10. Einn kafli