Vínneyzla 2000-2002
Mynd 99. Vínneyzla á Íslandi er enn sem jafnan fyrr með minnsta móti miðað við önnur iðnríki innan OECD. Norðmenn neyta að vísu minna víns en við, einnig Mexíkómenn — og Tyrkir af trúarástæðum. Frændur okkar Írar eru hins vegar í öðru sæti listans: bjórþamb á sennilega drjúgan þátt í því. Það er eftirtektarvert, að vínneyzla á Bretlandi er ívið meiri en í vínræktarlöndum eins og Frakklandi og Þýzkalandi. Það vekur einnig eftirtekt, að Ítalar neyta mun minna víns en Frakkar og Þjóðverjar, enda þótt Ítalar framleiði meira af víni en hvor hinna þjóðanna fyrir sig. Vínneyzlan hefur breytzt með tímanum. Hún hefur aukizt verulega hér heima, eða úr 3,8 lítrum á mann 1960 upp í 6,5 lítra á mann 2002. Hún hefur á hinn bóginn snarminnkað í Frakklandi, eða úr næstum 17 lítrum á mann 1970 í 10,5 lítra 2000. Svipuð þróun hefur átt sér stað í öðrum helztu vínræktarlöndum, einkum á Ítalíu og Spáni og einnig í Þýzkalandi, en þó í minna mæli. Heimild: OECD Health Data 2004.