18. nóv, 2013

Verðhjöðnun í Japan

Mynd 132Verðbólga er reglan um allan heim, víðast hvar smávægileg verðbólga, sums staðar mikil eins og gengur. Verðhjöðnun — þ.e. lækkun verðlags ár fram af ári — er sárasjaldgæf, en hún er þó til. Helzta dæmi verðhjöðnunar í nútímanum er Japan, þar sem verðlag hefur lækkað um 20% síðustu 20 ár. Þegar verðlag fer lækkandi, halda margir neytendur að sér höndum: þeir fresta því t.d. að kaupa sér bíl, úr því að hann mun væntanlega kosta minna á næsta ári. Þetta er ein ástæða þess, að japanskt efnahagslíf hefur verið í lægð í 20 ár. Íslendingar þekkja vandann með öfugum formerkjum. Í verðbólgu borgar sig oft að kaupa bílinn strax, því að hann mun kosta meira að ári.

Heimild: Alþjóðabankinn, World Development Indicators 2013.