Vaxtamunur 1999-2006
Mynd 117. Þetta er ein af þessum myndum, sem segja meira en mörg þúsund orð. Einkavæðingu bankanna hér heima 1999-2003 var ætlað að gagnast viðskiptavinum bankanna með minni vaxtamun, en vaxtamunurinn hefur þvert á móti aukizt til muna, þar eð margir viðskiptavinir bankanna eiga ekki í önnur hús að venda. Í nálægum löndum starfa erlendir bankar við hlið innlendra banka: Glitnir hefur útibú í Noregi, Kaupþing í Svíþjóð og þannig áfram. Íslendinga bráðvantar erlenda banka hingað heim til að keppa við íslenzku bankana. Þá mun vaxtamunurinn minnka eins og hendi væri veifað.
Heimild: Alþjóðabankinn, World Development Indicators 2007, og eigin túlkun á gögnum Seðlabanka Íslands. Alþjóðabankatölurnar spanna 1999-2004 og Seðlabankatölurnar 2000-2006. Vaxtamunrinn er skilgreindur eins og á myndinni næst á undan. Sjá einnig fyrirlestur minn á fundi Samtaka fjármálastofnana.