Tímarit Máls og menningar
4. jan, 2013

Úr fórum föður míns

Ég reifaði hér í Tímariti Máls og menningar haustið 2010 tilurð og afdrif sönglags föður míns, Gylfa Þ. Gíslasonar, við kvæði Halldórs Laxness, „Íslenskt vögguljóð á Hörpu“, og birti lagið í fyrsta sinn í nýrri raddsetningu handa blönduðum kór. Kór Íslensku óperunnar frumflutti lagið í þessum nýja búningi undir stjórn Garðars Cortes í Hátíðasal Háskóla Íslands 27. desember 2010 við afhjúpun brjóstmyndar af Gylfa eftir Erling Jónsson myndhöggvara.