9. sep, 2019

Úkraína og Rússland: Þjóðartekjur á mann 1989-2012

Þessi mynd sýnir, hvers vegna Krímverjar taka því fagnandi að innlimast í Rússland. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Úkraínu mældur í dollurum á myndinni er ekki nema tæpur þriðjungur af kaupmætti þjóðartekna á mann í Rússlandi. Takið eftir því, að uppgangurinn í Rússlandi frá 1998 helzt í hendur við hækkun olíuverðs (10000 sent (græna línan á myndinni) þýðir 100 dollara á fat). Rússar flytja út olíu og hagnast á háu olíuverði. Úkraínumenn flytja inn olíu og skaðast af háu olíuverði. Kaninn gæti komið Rússum á kaldan klaka með því að skattleggja olíu heima fyrir nóg til þess, að stórlega drægi úr heimsmarkaðseftirspurn eftir olíu, og þá myndi hagur Rússlands (og Írans og Venesúelu o.s.frv.) minnka til muna, en þetta treystir Bandaríkjaþing sér ekki til að gera. Sagt hefur verið: Þegar olíufatið kostar 100 dollara, eru Rússar og Íranar eins og górillur, en þegar fatið lækkar í 40 dollara, eru þeir eins og simpansar. Vandi Rússa er m.a. sá, að þeir kunna ekki einu sinni að búa til reiðhjól, ekki frekar en t.d. Íslendingar — a.m.k. ekki reiðhjól, sem aðrar þjóðir myndu vilja kaupa.

Heimild: Alþjóðabankinn.