Þrumur muntu heyra
Lag mitt við kvæði Önnu Akhmatovu
Lag við kvæði eftir Önnu Akhamatovu í þýðingu Regínu Stefnisdóttur. Kristinn Sigmundsson og Helga Bryndís Magnúsdóttir frumflytja lagið í kvikmyndinni Þrír bassar og Anna Akhmatova sem verður sýnd í sjónvarpi innan tíðar.
Þrumur muntu heyra
Þú munt heyra þrumur, minnast mín
og hugsa: Hún tilbað storminn.
Sjónarrönd himins verður rauðglóandi.
Og hjarta þitt verður, eins og þá, eldheitt.
Daginn þann í Moskvu verður allt ljóst
í síðasta sinn sem ég fer
og flýti mér til heiðanna sem ég þráði.
Skugga minn skil ég eftir hjá þér.