Lokaskálin
Lag mitt við kvæði Önnu Akhmatovu
Lag við kvæði eftir Önnu Akhamatovu í þýðingu Regínu Stefnisdóttur. Viðar Gunnarsson og Helga Bryndís Magnúsdóttir frumflytja lagið í kvikmyndinni Þrír bassar og Anna Akhmatova sem verður sýnd í sjónvarpi innan tíðar.
Lokaskálin
Ég skála fyrir húsinu okkar í rúst,
fyrir kvölinni í lífi mínu,
fyrir einsemd okkar saman,
til þín lyfti ég glasi og skála –
fyrir ljúgandi vörum sem sviku okkur,
fyrir ísköldum augum án samúðar,
fyrir grimmri veröld sem er hörð og hrjúf,
og fyrir því að Guð hefur ekki hjálpað okkur.