28. nóv, 2006

Tóbaksreykingar 1998-2002

Mynd 100. Íslendingar reykja einnig minna en flestar aðrar efnaþjóðir. Það er til marks um hátt menningarstig og áhrifaríkar tóbaksvarnir. Takið eftir því, að Norðmenn og Danir reykja miklu meira en við, en Svíar minna. Tyrkir svæla manna mest. Tölurnar eru ekki allar frá 2002, heldur varð að nota eldri tölur um sum löndin á myndinni: talan um Tyrkland er frá 1995, Pólland 1996 og Spán 1997; hinar eru allar yngri. Talan um Ísland er frá 2003. Heimild: OECD Health Data 2004.