Til Helgu Bachmann
Vínarvals við kvæði eftir Þorstein Gylfason
Við sátum, frú Karitas og ég, og sötruðum svalan fordrykk á Café Schwarzenberg, elzta starfandi kaffihúsinu og barnum á Hringnum í Vín, í samfelldum rekstri síðan 1861 — og hvað finn ég þá í símanum mínum nema þetta sextugsafmæliskvæði sem Þorsteinn Gylfason bróðir minn orti á þessum sama bar handa Helgu Bachmann, leikkonunni miklu, og sendi henni, væntanlega með símskeyti, fyrir röskum aldarþriðjungi.
Hér eru kvæðið og lagið (Sibelius, pdf, mp3).