16. jan, 2020

Þrír risar og eitt land enn: Taka tvö

Hér sjáum við mat Alþjóðabankans á þróun landsframleiðslu á mann á kaupmáttarkvarða í Bandaríkjunum, Indlandi, Kína og Rússlandi 1990-2018.
Hver kúrfa sýnir kaupmáttarvirði landsframleiðslunnar í Bandaríkjadölum á verðlagi ársins 2011.
Þrennt vekur mesta athygli.
1. Landsframleiðsla Bandaríkjanna hefur vaxið jafnt og þétt frá aldamótum en dróst þó saman eftir bankakreppuna 2007-2008.
2. Landsframleiðsla Rússlands dróst saman eftir hrun kommúnismans 1990 og náði ekki fyrra umfangi fyrr en 2006. Venjulega tekur það 8-9 ár fyrir lönd að rífa sig upp úr fjármálakreppum, en það tók Rússa 16 ár að rífa sig upp eftir hrun kommúnismans. Frá 2006 hefur landsframleiðsla Rússlands vaxið hægar en í Indlandi og Kína en ívið hraðar en í Bandaríkjunum.
3. Indland og Kína stóðu nokkurn veginn jafnfætis 1990-1995, en eftir það skauzt Kína langt fram úr Indlandi í efnahagslegu tilliti. Indland hefur þó haft í fullu tré við Kínaverja miðað við þróun ýmissa félagsvísa, t.d. hefur langlífi aukizt um sex mánuði á ári að jafnaði báðum löndum síðustu 68 ár. Sjá Indland við vegamót.

Heimild: Alþjóðabankinn, World Development Indicators 2020.