Þróunarmál
4. jan, 2008

Þegar Ísland var Gana

Rekur hagsögu Íslands í hundrað ár af afrískum sjónarhóli og birtist í Þróunarmálum, fréttabréfi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, 2008.

Hversu ótrúlegt sem það kann að virðast var landsframleiðsla á mann á Íslandi um aldamótin 1900 svipuð og hún er nú í Gönu. Í fyrra var Ísland ásamt Noregi efst á lífskjaralista Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna samkvæmt vísitölu, sem mælir langlífi, fullorðinslæsi og menntun auk kaupmáttar þjóðartekna. Geta Afríkulönd og önnur þróunarlönd leikið það eftir Íslandi að hefja sig á einni stuttri öld úr örbirgð til allsnægta? Hvað skyldi þurfa til?