25. sep, 2019

Tekjudreifing á Norðurlöndum 2003-2015

Hér sjáum við vinstra megin mat Alþjóðabankans á þróun tekjuskiptingar á Norðurlöndum 2003-2015. Gini-stuðullinn á Íslandi rauk úr 27 árið 2003 upp í 32 hrunárið 2008 og þá eru fjármagnstekjur ekki taldar með og eru ekki enn í tölum Alþjóðabankans. Tölur Hagstofu Íslands hægra megin eru aðeins frábrugðnar tölum Alþjóðabankans og sýna hækkun Gini-stuðulsins úr 24 árið 2004 upp í 30 árið 2009 og síðan hækkun aftur í 23 2014. Fjármagnstekjur eru ekki taldar með. Þessar tölur allar ber að taka með varúð af þrem ástæðum. 1. Fjármagnstekjur eru sem sagt ekki enn taldar með. 2. Íslendingar voru fyrirferðarmeiri en aðrar þjóðir í Panama-skjölunum og enn er ekki vitað hvort tekjur og eignir sem fundust þar vantar allar í tekjuskiptingartölurnar eða ekki. 3. Enginn veit hvað varð um hrunþýfið sem vantar í tekjuskiptingartölurnar.

Heimildir: Alþjóðabankinn, World Development Indicators 2019, og Hagstofa Íslands.