9. sep, 2019

Stafar spilling af fámenni? Nei.

Þessi mynd sýnir sambandið milli spillingar í stjórnmálum og stjórnsýslu eins og Transparency International mælir hana og fjölmennis í þeim 174 löndum sem gögn ná yfir. Spillingin, meðaltal áranna 2015 og 2016, er sýnd á lóðréttum ás og nær einkunnin frá 0,9 eða 9 í Sómalíu þar sem spilling mælist mest upp í 9,0 eða 90 þar sem hún mælist minnst í Danmörku og á Nýja-Sjálandi. Stærð landa, þ.e. margmenni, er lýst með lógarþiþma mannfjöldans skv. gögnum Alþjóðabankans (World Development Indicators). Hver punktur auðkennir eitt land. Við færumst til hægri út eftir láréttum ás á myndinni frá litlum löndum til stærri, þ.e. fjölmennari landa, og þá lækkar spillingarvísitalan niður eftir lóðréttum ás, þ.e. spillingin vex. Aðfallslínan gegnum punktaskarann hallar niður á við og lýsir því hvernig spilling minnkar með auknum fólksfjölda á heildina litið. Hallinn er tölfræðilega marktækur (t = 3,1).