30. des, 2021

Spillingarsyrpa

Tuttugu og sex stuttar greinar og ein löng um spillingu úr Fréttablaðinu, DV, Stundinni, Tímariti Máls og menningar, Viðskiptablaðinu og Vísbendingu 1993-2021.

 1. Burt með spillinguna rekur tólf dæmi um spillingu á Íslandi og birtist í Stundinni 3. október 2021.
 2. Spilling sem rannsóknarefni fjallar um uppsprettur spillingar í sögulegu ljósi og nýja skýrslu SÞ um varnir gegn spillingu í sjávarútvegi og birtist í Stundinni 20. desember 2019.
 3. Fjórar tilgátur um spillingu og einn fróðleiksmoli birtist sem bloggfærsla í Stundinni 15. desember 2019.
 4. Auðlindir og spilling í Afríku fjallar m.a. um Namibíu og birtist í Stundinni 22. nóvember 2019.
 5. Albanar taka til hendinni fjallar um aðgerðir albönsku ríkisstjórnarinnar gegn spilltum og óhæfum dómurum og birtist í Fréttablaðinu 5. september 2019.
 6. Linkind gagnvart fjárböðun fjallar um lausatök yfirvalda gagnvart fjárböðun og birtist í Fréttablaðinu 27. júní 2019.
 7. Heim til þín, Ísland rekur rætur spillingarinnar enn frekar í erlendu og sögulegu samhengi og birtist í Fréttablaðinu 21. marz 2019.
 8. Góða ferð til Panama lýsir spillingunni í Panama og viðbrögðum við henni og birtist í Fréttablaðinu 14. marz 2019.
 9. Kaldir eldar spyr um rætur spillingarinnar sem er nú á allra vörum, rekur söguna og birtist í Fréttablaðinu 7. marz 2019.
 10. Grugg eða gegnsæi? fjallar um upplýsingafrelsi og nýju stjórnarskrána og birtist í Fréttablaðinu 5. júlí 2018.
 11. Aldrei að ýkja rekur samtal mitt við mikils metinn embættismann um spillingu og birtist í Fréttablaðinu 22. marz 2018.
 12. Samstæð sakamál IV er lokahnykkur syrpunnar og birtist í Fréttablaðinu 14. desember 2017.
 13. Samstæð sakamál III heggur í sama knérunn og birtist í Fréttablaðinu 7. desember 2017.
 14. Samstæð sakamál II fjallar enn um spillingarsögu Íslands sem ætti að vera horfin tíð en er rammíslenzkur raunveruleiki og birtist í Fréttablaðinu 30. nóvember 2017.
 15. Samstæð sakamál I fjallar um spillingarsögu Íslands sem ætti að vera horfin tíð en er rammíslenzkur raunveruleiki og birtist í Fréttablaðinu 23. nóvember 2017.
 16. Samstæð sakamál steypir saman samnefndri greinasyrpu úr Fréttablaðinu með ýmsum áfyllingum svo úr verður heilleg tímaritsgrein í Tímariti Máls og menningar, 1. hefti, febrúar 2018.
 17. Þaðan koma þjófsaugun fjallar um fáræði, auðræði og þjófræði og birtist í Fréttablaðinu 31. ágúst 2017.
 18. Auðlindir, ófriður, spilling fjallar um auðlindabúskap og hætturnar sem fylgja honum og birtist í Fréttablaðinu 9. júní 2016.
 19. Um heiður og sóma fjallar um spillingu og vantraust sem mælanlegar stærðir og birtist í Fréttablaðinu 21. janúar 2016.
 20. Heilindi, siðferði og hagsmunatengsl fjallar um tilmæli Greco-hópsins um varnir gegn spillingu á Alþingi og í réttarkerfinu og birtist í Fréttablaðinu 3. desember 2015.
 21. Um traust lýsir mælingum á spillingu og trausti milli manna um heiminn og birtist í DV 22. ágúst 2014.
 22. Handboltahagfræði fjallar um spillingu og lífskjör á Íslandi og birtist í Hjálmum, blaði hagfræðinema, og var dreift með Viðskiptablaðinu 13. marz 2014.
 23. Lög, vísindi og spilling segir frá nýlegri ritgerð tveggja rússneskra prófessora um málið og birtist í DV 11. nóvember 2013.
 24. Annmarkar skýrslunnar góðu fjallar um næstu skref og birtist í Fréttablaðinu 8. júlí 2010.
 25. Flokkspólitískt réttarfar? fjallar um hleranir og fleira og birtist í Fréttablaðinu 19. október 2006.
 26. Spilling er yfirlit um ýmsa fleti spillingar og birtist í þrem hlutum í Vísbendingu 1993.