4. jan, 2018

Samsetning útflutningstekna 2013-2016 (% af heildarútflutningi)

Samsetning útflutningstekna Íslendinga hefur gerbreytzt síðustu ár. Árið 2013 fóru gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu upp fyrir gjaldeyristekjur sjávarútvegsins. Þrem árum síðar, 2016, var sjávarútvegurinn ekki nema hálfdrættingur á við ferðaþjónustuna. Það ár, 2016, aflaði ferðaþjónustan meiri gjaldeyris en sjávarútvegurinn og áliðnaðurinn samanlagt. Áliðnaðurinn stendur á bak við 15% gjaldeyristeknanna, sjávarútvegurinn 20% og ferðaútvegurinn tæp 40%. Þetta eru mikil umskipti á skömmum tíma.

Heimild: Hagstofa Íslands.