5. mar, 2022

Rússland og Úkraína

Myndin sýnir þróun kaupmáttar þjóðartekna á mann 1990-2020 í Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Úkraínu, sem er aðeins hálfdrættingur á við Rússland. Rússland hefur að heita má staðið í stað í efnahagslegu tilliti frá 2012 og tekið sáralitlum framförum frá 2007. Úkraína hefur staðið í stað frá 2007 og Hvíta-Rússland frá 2012. Ekki bara það: Úkraína er eina landið í þrenningunni þar sem kaupmáttur landsframleiðslunnar 2020 var minni en hann var við hrun Sovétríkjanna 1991. Í því ljósi þurfum við að skoða áhuga almennings og stjórnvalda í Úkraínu á aðild að ESB.

Heimild: Alþjóðabankinn.