9. sep, 2019

Pólland, Litháen og Úkraína: Þjóðartekjur á mann 1990-2013

Þessi mynd sýnir kaupmátt þjóðartekna á mann í Póllandi, Litháen og Úkraínu frá 1990 til 2013 í Bandaríkjadölum. Árið 2013 voru þjóðartekjur á mann orðnar 2,5 sinnum hærri í Póllandi og Litháen en í Úkraínu, en Úkraína hafði vinninginn umfam Pólland þegar kommúnisminn hrundi um 1990. Pólland og Litháen stungu Úkraínu af með því að ganga í ESB og semja sig að siðum Vestur-Evrópuþjóða, en Úkraína var áfram undir stjórn dulbúinna kommúnista og svindlara og logar nú í ófriði, sumpart fyrir tilstilli Rússa. Þetta er segin saga. Eistland og Lettland stungu Georgíu af með líku lagi. Hér er stuðzt við gögn Alþjóðabankans um kaupmátt þjóðartekna.