Ójöfnuður í OECD-löndum 1990-2000
Mynd 103. Tekjuskipting á Íslandi er nú orðin mun ójafnari en annars staðar á Norðurlöndum. Haldi Gini-stuðullinn hér heima áfram að hækka um heilt stig á hverju ári eins og hann hefur gert síðan 1995 (sjá mynd 102), þá verður hann með sama áframhaldi kominn upp fyrir Gini-stuðul Bandaríkjanna eftir ellefu ár, og þar er ójöfnuður í tekjuskiptingu nú meiri en annars staðar á OECD-svæðinu eins og jafnan fyrr. Þessi þróun er umhugsunarefni m.a. vegna þess, að nýjar rannsóknir hagfræðinga benda til þess, að ójöfnuður geti dregið úr hagvexti til langs tíma litið. Sjá greinina Bað einhver um aukinn ójöfnuð?. Sjá einnig greinina Menntun, jöfnuður og hagvöxtur I, II og III. Viðbót í ágúst 2006: nýjar tölur Ríkisskattstjóra sýna, að ójöfnuðurinn hefur aukizt mun hraðar en óbirtar tölur fjármálaráðuneytisins að ofan benda til: við náum Bandaríkjamönnum eftir fimm til sex ár með sama áframhaldi. Sjá mynd 105: þar kemur fram, að Gini-stuðullinn á Íslandi er kominn upp í 36 eins og á Bretlandi og vantar sex stig upp á Bandaríkin, en þar er mestur ójöfnuður á öllu svæðinu.