25. maí, 2020

Menntamál: Hvar stöndum við?

Öll vitum við að menntun skiptir máli, ekki bara fyrir hvern og einn heldur einnig fyrir samfélagið í heild. Menntun er ein helzta driffjöður batnandi lífskjara um heiminn. Vandinn er sá að þar til nýlega var ekki hægt að slá máli á menntun nema óbeint með því að telja nemendur í skólum, hversu hátt hlutfall hvers árgangs æskufólks sækir skóla, hversu lengi nemendur sitja á skólabekk o.s.frv. Þessar mælingar náðu ekki utan um árangurinn af skólastarfinu. En nú hefur Alþjóðabankinn stigið fram og búið til beinan kvarða á árangur skólastarfs með því að setja saman vísitöluna Harmonized Test Scores sem er reist á niðurstöðum samræmdra prófa. Ísland er þar í miðjum hlíðum, skipar 43. sætið í hópi 157 landa, langt á eftir hinum Norðurlöndunum fjórum. Myndin sýnir Ísland í samanburði við nokkur önnur lönd sem við berum okkur gjarnan saman við.