27. apr, 2009

Meira um aukinn ójöfnuð 1993-2007

Mynd 120. Þessi mynd bregður nýrri og skýrri birtu á eldri upplýsingar um aukinn ójöfnuð á Íslandi frá 1993. Myndin sýnir, að hlutur ríkustu fjölskyldnanna í heildartekjum hækkaði verulega, á meðan hlutur þorra almennings rýrnaði að sama skapi. Myndin er tekin úr nýrri ritgerð „Heimur hátekjuhópanna: Um þróun tekjuskiptingar á Íslandi 1993 til 2007″ eftir Arnald Sölva Kristjánsson og Stefán Ólafsson.