13. sep, 2013

Lán í vanskilum 2011 (% af útistandandi lánum)

Mynd 128. Þessi mynd sýnir lán í vanskilum á Norðurlöndum, Grikklandi og Írlandi 2011. Í hruninu varð Ísland viðskila við Norðurlönd. Vanskil eru hvergi meiri en hér (39%) — þrem árum eftir hrun. Næstmest eru vanskilin í Kasakstan (26% af útistandandi lánum) og síðan koma Litháen (19%), Serbía (19%), Lettland (18%), Gana (17%), Pakistan (15%), Úkraína (15%) og Síerra Leóne (15%). Lán í vanskilum á evrusvæðinu nema að meðaltali 5% af útistandandi lánum og 3% á OECD-svæðinu. Bankavandi Íslands er bersýnilega óleystur enn.

Heimild: Alþjóðabankinn.