20. feb, 2020

Írland og Ísland: Kaupmáttur þjóðartekna á mann 1990-2018

Kaupmáttur þjóðartekna á mann, frá því hann var hæstur og þar til hann náði botni, dróst meira saman á Íslandi en á Írlandi frá 2007 til 2010 (sjá mynd. Það var ekki fyrr en árið 2015 að kaupmáttur þjóðartekna á mann í báðum löndum náði sama stigi og var 2007. Á þennan kvarða tók efnahagsbatinn átta ár á báðum stöðum, sem er meðaltími efnahagslegs endurbata eftir fjármálahrun. Árið 2018 var kaupmáttur þjóðartekna á mann í dollurum á Írlandi orðinn fimmtungi meiri en á Íslandi. Ísland hafði grafið sér dýpri holu en Írland. Írland náði bata án þess að kasta evrunni fyrir róða en Ísland náði sér atur á strik að mestu með stórauknum straumi ferðamanna sem fylgdi 50% gengisfalli krónunnar og gerði Ísland að miklu ódýrari áfangastað en áður. Bæði löndin þáðu mikla hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Aðild Írlands að Evrópusambandinu, með evrunni og öllu saman, gerði greinilega meira en að vega upp á móti getu Íslands til að fella gengi krónunnar.

Heimild: Alþjóðabankinn, World Development Indicators 2020.