Indriði og Soffía
Revíurokkari fyrir The Icelandic Pop Orchestra
Indriði og Soffía
Segðu mér nú eitthvað safaríkt,
Soffía mín á Völlum.
Ævihlaup þitt var engu líkt
með öllum þessum körlum.
Æ, ég hef ekkert að segja þér,
Indriði minn á Fjalli.
Lífið er úthaf, ævin er sker
með öllu sínu bralli
eins og Egill skalli
udtrykte det i den.
Dagar nú senn.
Hvort ég hef sitthvað að segja þér,
Soffía mín, það veiztu.
Einlífi var ekki ætlað mér
með illa tamin hross. 🙂
Ég kannast við munstrið frá Cary Grant
og kvennafansinum öllum.
Hann átti´ okkur sex og var einskis vant.
Þá var yndislegt hér á Völlum.
Det var så dejligt i den.
Dagar nú senn.
Og þá komst þú!
Ó, Soffía!
Ó, Indriði!
Þá komst þú!
Húlabbalabbalú!
Hljóðskjal (mp3):