18. nóv, 2013

Hrein fjárfesting 2000-2011 (% af VLF)

Mynd 129. Þessi mynd sýnir hrun fjárfestingar í vélum og tækjum á Íslandi frá hruni. Hrein fjárfesting hefur verið minni en engin frá hruni vegna þess, að kaup fyrirtækjanna á vélum og tækjum hafa ekki náð að vega á móti sliti og úreldingu fjármuna, öðru nafni afskriftum fjármunanna. Það er nær óþekkt í iðnríkjum, að hrein fjárfesting sé beinlínis neikvæð árum saman. Neikvæð fjárfesting vitnar um efnahagslíf, þar sem traust manna hvers á öðrum er lítið, og trúin á framtíðina er eftir því.

Heimild: Hagstofa Íslands.