8. júl, 2005

Heildarheilbrigðisútgjöld 2000

Mynd 88. Bandaríkjamenn verja meira fé til heilbrigðismála en aðrar þjóðir, eða 120 þúsund krónum á mánuði á hverja fjögurra manna fjölskyldu á móti 65 þúsundum króna hér heima til samanburðar. Takið eftir því, að einkaútgjöld Bandaríkjamanna og opinber útgjöld þeirra til heibrigðismála skiptast nokkurn veginn til helminga. Svipað á við um Sviss.  Í öðrum Evrópulöndum er algengt, að einkaútgjöld  nemi um þriðjungi eða fjórðungi af heildarútgjöldum til heilbrigðismála. Hér heima nema einkaútgjöld, þ.m.t. útgjöld til tannlækninga, þó aðeins um sjöttungi heildarútgjalda til heilbrigðismála. Þetta segir okkur það, að einkaframtak hefur hlutfallslega minna svigrúm í heilbrigðismálum en í flestum öðrum Evrópulöndum, að ekki sé talað um Bandaríkin. Sjá meira um málið í Heilbrigði og hagvöxtur. Heimild: Alþjóðabankinn, World Development Indicators 2003.