1. júl, 2005

Heilbrigðisútgjöld og hagvöxtur

Mynd 89. Heilbrigði borgar sig. Myndin sýnir samhengið milli heilbrigðisútgjalda miðað við landsframleiðslu 1990-2000 og hagvaxtar á mann um heiminn 1960-2000 í þeim 163 löndum, sem tölur Alþjóðabankans ná yfir. Hvert land á myndinni er auðkennt með einum punkti. Fylgnin er marktæk í tölfræðilegum skilningi (raðfylgnin er 0,42). Rauða aðfallslínan gegnum punktaskarann bendir til þess, að aukning heilbrigðisútgjalda um 2,5% af landsframleiðslu haldist í hendur við aukningu hagvaxtar á mann um eitt prósentustig á ári. Hér er þó ekkert hægt að fullyrða um orsök og afleiðingu. Líklegast er, að rækt við heilbrigðisþjónustu efli hagvöxt og hagvöxturinn glæði svo aftur heilbrigðisþjónustuna. Heimild: Alþjóðabankinn, World Development Indicators 2003.