Hið íslenzka bókmenntafélag
2. jan, 1991

Hagfræði, stjórnmál og menning

Baksíðutexti

Þessari bók er ætlað að bregða birtu á þjóðarbúskap Íslendinga og vekja lesandann til umhugsunar um ýmis alvarleg vandamál, gömul og ný, sem við er að glíma á þeim vettvangi. Sérstök áherzla er lögð á að greina þann margþætta vanda, sem Íslendingar standa frammi fyrir nú, þegar Evrópuríkin eru óðum að renna saman í eina öfluga markaðsheild. Jafnframt eru færð rök að því, að öruggasta leiðin til að bæta hag fólksins í landinu til frambúðar sé að gefa markaðsöflum lausari taum í hagkerfinu í samræmi við öra þróun efnahagsmála í nálægum löndum. Bókin fjallar líka um verðbólguvandann frá ýmsum hliðum, atvinnumál og afkomu fyrirtækja, og um helztu rök með og á móti veiðigjaldi, en stefnu stjórnvalda í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum ber á góma víða í bókinni. Þá er einnig fjallað um umhverfisvernd og menningarmál af sjónarhóli hagfræðings. Loks er að finna í bókinni efni úr ýmsum áttum, aðallega um reynslu annarra þjóða og þá lærdóma, sem Íslendingar geta dregið af henni.

Hið íslenzka bókmenntafélag
Reykjavík 1991


Efnisyfirlit


I. Ísland og Evrópa

1. 1992: Hvað er í húfi?
2. Ísland og Evrópubandalagið
3. Viðskiptafrelsi: Með vindinn í bakið
4. Evrópumál og menning
5. Ísland á útjaðri Evrópu: Sameignarauðlind í uppnámi?
6. Gengisstefna, verðbólga og atvinnuleysi á Norðurlöndum


II. Lífskjör í læðingi

7. Neytendauppreisn í aðsigi?
8. Þjóðarsáttin: Hvað brást?
9. Ljós í myrkri
10. Landbúnaður í læðingi
11. ,,Þjóðarsáttin“: Sumir eru sáttari en aðrir
12. Stjórnmálaflokkar á flæðiskeri
13. Veldi stjórnmálaflokkanna


III. Atvinna og verðbólga

14. Atvinnuþróun: Hvert stefnir? Hvað þarf?
15. Álver og verðbólga
16. Veiðigjald gegn verðbólgu: Rök á báða bóga
17. Er verðbólgan liðin hjá?
18. Óreiða í ríkisfjármálum
19. Hvað er framleiðsla?


IV. Umhverfismál og menning

20. Skattheimta, hagkvæmni og réttlæti
21. Markaðsbúskapur gegn mengun
22. Hagvöxtur og mengun
23. Með vitund og vilja
24. Fjármál og menning


V. Úr ýmsum áttum

25. Kerfishagfræði
26. Hvorki perestrojka né glasnost
27. Bandaríkin: Gjaldþrot sparisjóða
28. Gegn betri vitund?
29. Þannig á að fella gengi
30. Lestin brunar


Ritdómur um bókina eftir Pétur Pétursson prófessor birtist í Morgunblaðinu 21. janúar 1992.

Dómur um Hagfræði, stjórnmál og menningu