18. maí, 2018

Fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í alþingiskosningum 1927-2017

Mynd 114. Kjörfylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur minnkað smátt og smátt með tímanum. Myndin sýnir atkvæðahlutföll þeirra í prósentum í alþingiskosningum síðan 1927. Samanlagt fylgi þeirra í kosningunum 2007 var undir helmingi í þriðja sinn. Í kosningunum 2009 hálfu ári eftir bankahrunið fór samanlagt fylgi þeirra niður fyrir 40%. Við það skapaðist í fyrsta skipti tækifæri til að mynda meirihlutastjórn án beggja gömlu kjölfestuflokkanna. Samanlagt fylgi þeirra 2017 var 36% enda gengu þeir þá báðir klofnir til kosninga eins og þeir höfðu einnig gert 2016 í fyrsta sinn, beygðir af birtingu nafna formanna beggja flokka í Panama-skjölunum o.fl hneykslismálum.