Ísalög
30. des, 2020

Fimm árstíðir

Fimm árstíðir eru fimm sönglög eftir Þorvald Gylfason við ljóð eftir Snorra Hjartarson. Kvæðin eru Haustið er komið, Ísabrot, Vor og Sumarkvöld, einu nafni Fjórar árstíðir, og loks Í Úlfdölum, fimmta árstíðin.

Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Elmar Gilbertsson tenór og Snorri Sigfús Birgisson píanó frumfluttu ljóðaflokkinn fyrir fullum sal í Hannesarholti í Reykjavík 11. marz 2017. Höfundur laganna flutti stuttar skýringar og las kvæðin fyrir áheyrendur áður en þau voru sungin og leikin. Kvikmyndafélagið Í einni sæng ásamt Hljóðsmiðjunni tók konsertinn upp fyrir sjónvarp. Myndin verður sýnd í RÚV 5. apríl 2021. Hljómsveitarútsetning laganna er í undirbúningi svo að þau Hallveig og Elmar geti flutt þau aftur með sinfóníuhljómsveit.

Kápuhönnun og mynd:
Jón Kristinn Cortez og Vignir Jóhannsson.