Eystrasaltslöndin sigldu fram úr Rússlandi
(Kaupmáttur landsframleiðslu á mann 1990-2018 á föstu verðlagi 2011)
Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, eiga engar náttúruauðlindir en bjóða sínu fólki eigi að síður betri lífskjör, meiri tekjur á mann, en Rússland með alla sína olíu. Eystrasaltsþjóðirnar horfðu til Norðurlanda og mrginands Evrópu, tóku upp lýðræði og markaðsbúskap og gengu m.a.s. í ESB við fyrstu hentugleika. Önnur fv. Sovétlýðveldi gerðu þetta ekki og sitja eftir með sárt ennið. Heimild: Alþjóðabankinn,World Development Indicators.