18. nóv, 2013

Eitt land, tvö kerfi: Suður-Kórea og Norður-Kórea (VLF í 1990 $)

Mynd 131. Myndin sýnir kaupmátt landsframleiðslunnar á Kóreuskaga 1950-2008 á verðlagi ársins 1990. Löndin tvö fylgdust að í efnahagslegu tilliti fram yfir 1970, en þá skildi leiðir. Á einum mannsaldri eða svo, frá 1974-2008, breyttist jafnræði í rösklega sautjánfaldan lífskjaramun Suður-Kóreu í vil. Sama fólk, sama land, sama saga og tunga: allt eins nema hagskipulagið og stjórnarfarið.

Heimild: Alþjóðabankinn, World Development Indicators 2013.