8. júl, 2005

Einkaheilbrigðisútgjöld 2000

Mynd 87. Einkaútgjöld til heilbrigðismála á Íslandi eru með minnsta móti miðað við önnur OECD-lönd. Ríkið er alls ráðandi í heilbrigðismálum á Íslandi eins og í Bretlandi og Noregi. Reynslan af miðstýringu ríkisins í heilbrigðismálum er misjöfn. Heilbrigðisþjónustan er að vísu prýðileg, eins og gott heilsufar Íslendinga og langlífi vitna um, en skipulagi heilbrigðismálanna fylgja þó ýmsir gallar, svo sem skortur á þjónustu, sem birtist í löngum biðlistum og viðvarandi fjárskorti í sjúkrahúsrekstri. Biðlistar eru ævinlega til marks um einn og sama hlut: misheppnaða miðstýringu. Þessu er lýst nánar í Heilbrigði og hagvöxtur. Heimild: Alþjóðabankinn, World Development Indicators 2003.