13. sep, 2013

Eftirbátur Norðurlanda

Mynd 125. Þessi mynd sýnir kaupmátt landsframleiðslu á mann á Norðurlöndum 1980-2012. Vegna hrunsins varð Ísland viðskila við Norðurlönd. Framleiðsla á mann er nú fjórðungi minni á Íslandi en í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð og helmingi minni en í Noregi. Enginn veit, hversu langan tíma það mun taka Ísland að komast aftur í miðjan hóp. Varið ykkur á tölum, sem sýna hærri landsframleiðslu á mann á Íslandi en t.d. í Danmörku líkt og gert er t.d. í nýrri skýrslu Samráðsvettvangs um aukna hagsæld, því að þar er einblínt á framleiðsluna, ekki kaupmátt hennar. Fjárfesting á Íslandi var aðeins tæp 15% af landsframleiðslu 2012, það er með með því minnsta sem þekkist í heiminum og veikir hagvaxtarhorfurnar fram í tímann. En hvern fýsir að fjárfesta í landi, þar sem uppgjör við mesta fjármálahrun allra tíma hefur ekki enn farið fram nema til hálfs? — og þar sem ríkisstjórn vinstri flokka skaut sér undan rannsókn á einkavæðingu bankanna, að ekki sé meira sagt.

Heimild: Alþjóðabankinn.