9. sep, 2019

Botsvana og Kína: Þjóðartekjur á mann 1990-2017

Þessi mynd sýnir kaupmátt þjóðartekna á mann í Botsvönu og Kína frá 1990 til 2017 í Bandaríkjadölum á föstu verðlagi 2011. Hvers vegna Botsvönu? Botsvana liggur landlukt í sunnanverðri Afríku og átti lengi heimsmet í hagvexti frá 1965. Botsvana, óspilltasta landa álfunnar skv. mælingum Transparency International, hefur afsannað kenninguna um að Afríka sé dæmd til eymdar. Kína hefur einnig vaxið mjög hratt síðan landið færði sig í átt til markaðsbúskapar með róttækum umbótum sem hófust 1978. Kínverjar hafa lyft Grettistaki og standa nú jafnfætis Botsvönu eins og myndin sýnir. Botsvana er lýðræðisríki, Kína er það ekki, ekki enn. Hér er stuðzt við gögn Alþjóðabankans um kaupmátt þjóðartekna (World Development Indicators).